Ríkey

miðvikudagur, mars 23, 2005

Síðasta sunnudag var besta sunnudagsfótboltaveður í allan vetur. Hlýtt og sól. En ég þurfti að hætta fyrr í boltanum því ég var að fara að taka á móti Óla mínum. Mánudagurinn var síðan fullbókaður. Byrjuðum á búðarrölti en fórum svo eftir hádegi til Wernersberg þar sem við lentum í kökuveislu og skoðuðum svo hestana þeirra.
Á þriðjudaginn var ferðinni svo heitið í Europapark, sem er stór skemmtigarður. Við fórum 6 saman: Óli, Hafrún, Konni, Unnur, Tryggvi og ég. Fengum mjög gott veður, hlýtt en skýjað. Við byrjuðum rólega og fórum í draugahús sem var nú ekkert sérlega ógnvekjandi. Ég hef áður farið í þennan garð en það var fyrir 12 árum síðan og ég mundi nú ekkert sérlega mikið eftir þessu draugahúsi. En sá síðan stóra kúlu sem inniheldur einhvern rússíbana sem er eins og hann sé úti í geimnum. Þorði ekki í þennan síðast þegar ég fór en núna fór ég galvösk en þegar ég var komin í rússíbanann og hann hætti ekki að færast ofar í myrkrinu þá fattaði ég að þetta var kannski ekki alveg það sem að litla hjartað mitt þorði að gera. En svo kom að því að við byrjuðum að fara niður á við á miklum hraða en þvílíkt gaman eftir að við komum út, litla hjartað mitt lifði þetta sem sagt af:)
En eftir þetta þá var maður næstum óstöðvandi og við brunuðum í hvern rússíbanann á fætur öðrum. Í flestum tækjunum voru hæðartakmörk þannig að of litlir krakkar fengu ekki að fara í tækin. Nema í einu þá var Konni of stór í tækið og fékk ekki að fara í þann rússibana. Við fórum í nokkur tæki þar sem að mikil hætta var á að blotna þannig að við Hafrún vorum mjög sniðugar og keyptum okkur regnslár og blotnuðum þess vegna ekki neitt, annað en Konni sem blotnaði nánast allur:) Undir lokin var farið í stærsta rússíbana í Evrópu þar sem fallið niður fyrstu brekkuna var í 70°halla, sem er gríðarlegur halli. Hélt reyndar að ég myndi ekki lifa þetta af en með því að öskra úr mér lungu og lifur þá var þetta hin besta skemmtun. Mæli með þessum rússíbana, algjör snilld þó svo að það hafi tekið svolítið langan tíma að telja í sig kjark til að fara.
Set inn myndir af ferðinni seinna.

En núna erum við að rembast við að pakka fyrir spán en við erum að leggja af stað í kvöld. Þurfum að taka lest til Heidelberg kl. 1:30 í nótt og tökum svo rútu þaðan til Frankfurt Hahn en við fljúgum þaðan eldsnemma í fyrramálið til Santander á Spáni. Læt nú heyra í mér ef ég kemst á eitthvað netkaffi. Annars kem ég aftur eftir viku og ferðasagan kemur þá ásamt myndum.
Jæja verð víst að fara að pakka því taskan fyllist ekki sjálfkrafa af fötum, því miður.
En þangað til síðar.
Chiao.....

laugardagur, mars 19, 2005

úfff komin vika síðan ég bloggaði síðast. En síðasta vika leið mjög hratt þar sem að ég hafði nóg að gera. Var á námskeiði alla dagana frá morgni til kvölds, sat fyrir framan tölvuskjáinn og held að tölvur sogi frá manni alla orku sem maður hefur. En veðrið var mjög gott í vikunni, held að sumarið hafi verið að sýna sig smá. Það er nú samt kannski fullsnemmt að halda að sumarið sé komið.
Notuðum einmitt góða veðrið í dag og skruppum í dýragarðinn hérna í Karlsruhe. Hafrún, Konni, Unnur og ég hjóluðum í sólinni í dýragarðinn og gengum svo um allt og skoðuðum dýrin. Svo er farið að styttast í Óla, hann kemur á morgun vei:)

laugardagur, mars 12, 2005

Undarlegt veður.......
Það er búið að vera rigning og rok hérna í allan morgun en svo allt í einu áðan heyrði ég þurmur og leit út um gluggann þá kom bara þvílík snjókoma, bara svona allt í einu. Svolítið skrítið veður hérna þessa dagana.
Annars er það að frétta að ég er búin að fara í fyrsta prófið mitt hérna og ég náði. Fékk að vita strax niðurstöðurnar því þetta var munnlegt próf. Verð að viðurkenna að munnleg próf eru allt öðruvísi en skrifleg og ég er ekki alveg viss hvort fyrirkomulagið mér líkar betur við. Er þó ekki frá því að þessi munnlegu séu betri. Byrjaði síðan á 9 daga námskeiði á fimmtudaginn. Sat sem sagt fyrir framan tölvuna allan fimmtu- og föstudaginn og kem til með að halda því áfram alla næstu viku, vei;) Held að næsta vika eigi eftir að fljúga áfram sem er eins gott því þá þarf ég ekki að bíða eins lengi eftir að Óli komi. Jábbs hann er væntanlegur hingað til KA eftir viku og einn dag:) Þegar hann kemur þá förum við í ferðalag ásamt 8 örðum Íslendingum til Spánar og Portúgal. Hlakka mikið til að fara til "útlanda", vona að það verði bara hætt að snjóa á Spáni, hehe;) Að þessu ferðalagi loknu þá taka við 2 próf og svo byrjar skólinn aftur um miðjan Apríl. En þá styttist í Maí en þá er von á fríðu föruneyti frá Íslandi sem ætlar að halda mæðradaginn hátíðlegan hérna í KA. En það eru mamma mín, Inga systir, Díana (vinkona mömmu), mamma hennar Hafrúnar og Berglind systir Hafrúnar. Já þá verður sko fjör hérna á Werthmannstrasse. Í lok Maí er svo von á heimsreisugellunum Sigrúnu og Viktoríu. Í júní kemur Óli svo aftur og við förum á U2 tónleika. Svo klárast skólinn í júlí og þá eru próf sem dragast nú örugglega eitthvað fram í ágúst. Svo kem ég bara heim í byrjun sept. Úfff hellings dagskrá framundan þannig að ég verð flutt heim aftur áður en ég veit af. Þannig að njótið þess að vera laust við mig meðan þið getið, hehe;)

miðvikudagur, mars 09, 2005

Já nú stendur próflesturinn sem hæst en hætti mér þó út í hádeginu til þess að nærast örlítið og ég er ekki frá því að það sé aðeins að hlýna. Vona það allavegana. Held að snjórinn sé nú aðeins að minnka. Um leið og ég fór í hádegismat þá kom ég við á nemendaskránni hérna í skólanum. Var nú hálfsmeyk við að fara vegna viðvarana frá öðrum nemendum sem hafa farið þangað. En ég nauðsynlega þurfti að fara því ég var eitthvað vitlaust skráð og ætlaði að reyna að kippa því í lag. Ég læddist þarna inn og fann konu sem var ekki upptekin og hún var bara alveg ótrúlega hjálpsöm og reddaði öllu fyrir mig. Reyndar fann hún mig ekki fyrst í tölvukerfinu þar sem að nafnið mitt var vitlaust skráð hjá þeim. Skil ekki af hverju þjóðverjar geta ekki skilið að maður hefur 2 nöfn og svo eftirnafn. Þeir halda alltaf að ég heiti Magnúsdóttir að fyrra nafni og svo Ríkey Huld sem eftirnafn. Hjá þeim heitir fólk yfirleitt bara einu fornafni en getur verið með mörg eftirnöfn. En núna á að vera búið að redda öllu þannig að ég er skráð fyrir næstu önn líka.

Var að kíkja á fréttir frá Íslandi og sá að íslenskir verslunareigendur eru farnir að gefa mjólkina, sem er nú reyndar gott fyrir neytendur. Held að þeir séu að verða klikkaðir. Þetta er eitthvað sem Þjóðverjar myndu flokka sem geðveiki á háu stigi, að gefa eitthvað sem hægt er að fá pening fyrir;)

sunnudagur, mars 06, 2005

Þá er ég komin aftur "heim" eftir mjög góða 10 daga á Íslandi. Venjulega þegar ég hef flogið til Þýskalands þá hefur maður séð landið út um gluggan á flugvélinni og hefur það verið grænt, gult og stundum brúnt. En í dag var það hvítt og svart. Já hér er snjór og kuldi, brrrrrr....... ég er ekki alveg nógu ánægð með að hafa yfirgefið sumarblíðuna sem var á Íslandi og koma í þennan kulda. Mér finnst eiginlega eins og þetta hefði átt að vera öfugt. Vona bara að vorið fari að koma hérna á meginlandi Evrópu.

Afmælisbarn dagsins í dag er Siggi og ég segi bara: Til hamingju með afmælið Siggi:)

fimmtudagur, mars 03, 2005

Eitt góðverk á dag kemur skapinu í lag.
Þetta heyrði ég að minnsta kosti einhvern tíman þegar ég var lítil en kannski var þetta bara sagt til að plata mann til að gera hlutina:) En í gær gerði ég góðverk. Leið mín lá sem sagt niður í miðbæ Reykjavíkur og ég fann mér stæði í Þingholtunum rétt hjá sendiráði Bandaríkjanna. Hafði reyndar áhyggjur af því að ég yrði sektuð eða bílinn dreginn í burtu, en eftir mikla leit að einhverjum merkingum, sem á stæði að ég mætti ekki leggja þarna, þá fann ég ekkert og rölti af stað niður í bæ. Þar sem ég er að ganga þarna fram hjá allskyns litlum og sætum húsum þá sé ég allt í einu lyklakyppu hangandi þarna í einni útihurðinni. Ég gekk þó áfram nokkur skref en stoppaði svo og hugsaði að ég myndi ekki vilja eiga heima í bænum og gleyma lyklunum mínum úti. Þannig að ég sneri við og bankaði á hurðina. Til dyra kom maður sem átti í mestu vandræðum með að halda hundinum sínum innandyra. En hann var mjög ánægður þegar ég benti honum á lyklana hans sem voru í skránni. Eftir að vera búin að þessu ánægð með góðverk dagsins hélt ég áfram leið minni niður í bæ með bros á vör:) Fór svo í búð og lenti á afgreiðslukonu sem hefði alveg mátt vera með smá vott af þjónustulund í sér en nei nei það hafði hún ekki. Kannski var þetta bara ekki hennar dagur. En ég rölti af stað aftur og fann sem betur fer bílinn minn á sínum stað og engin sekt eða neitt.
Er núna komin aftur upp á bókasafn í VR2 að læra. Já maður er að reyna nýta tímann vel:)

þriðjudagur, mars 01, 2005

Já þá er maður kominn heim og næstum farin aftur heim. Soldið flókið þegar maður á svona tvö heim:) En samt gaman að eiga heima á tveimur stöðum.

Ég kom til landsins á fimmtudaginn og var svo á föstudaginn bara að taka til og þvo þvott. Svo rann upp hinn mikli laugardagur, ákaflega hlýr og fagur (samt pínu rigning en bara pínu). Klæddi mig í fínu fötin og fór svo niður í Háskólabíó. Var þar viðstödd hina stórskemmtilegu athöfn sem brautskráning úr HÍ er. Þetta var nú reyndar ekki jafn slæmt og ég átti von á og tók ekki neitt sérlega langan tíma. Fór heim og fjölskyldan kom og við borðuðum saman og svo var smá teiti um kvöldið sem endaði niðri í bæ.
Á sunnudaginn kíktu svo Ásdís og Hlín í heimsókn og við kjöftuðum frá okkur allt vit eins og venjulega. Í gær ætlaði ég svo að byrja lærdóminn mikla en eitthvað fór lítið fyrir því og endaði ég bara á því að vera ótrúlega mikil húsmóðir og eldaði þennan dýrindiskvöldverð handa honum Óla mínum;)

Dagurinn í dag byrjaði nú betur. Fór nú nokkuð snemma á fætur en þurfti auðvitað að lesa öll blöðin sem bárust inn um lúguna í morgun áður en ég gat farið af stað. Þegar ég loksins ætlaði að æða niður í skóla þá var eitt dekkið á bílnum loftlaust og nú voru góð ráð dýr. Átti ég að fara aftur inn og reyna að læra heima....humm nei ekki svo góð hugmynd þar sem að ég hefði bara farið að dunda mér við eitthvað annað en lærdóm. Þannig að ég endaði á að hringja í bjargvætt allra tíma....... engan annan en pabba. Hann kom og bjargaði mér þannig að ég gat komist niður í skóla þar sem ég sit núna og er að læra. Soldið furðulegt að sitja hérna niðri í VR 2 á bókasafninu og læra á þýsku. En fyrst að ég er komin hingað þá er best að halda áfram að læra áður en ég fer heim á station fjölskyldubílnum sem ég er með í láni:)