Loksins gat maður sofið almennilega, það rigndi nebbla í gærkvöldi þannig að loftið varð bærilegra. Undanfarið hefur verið svo heitt að maður klístrast allur við sjálfan sig þegar maður sefur en nóttin í nótt var mjög fín. Annars er bara það sama og venjulega, skóli, læra, borða, sofa, skóli, læra o.s.frv. Er reyndar að fara til Stuttgart á morgun í verklegt með einu námskeiðinu sem ég er í. Þetta tengist eitthvað kjarnorku en veit það samt ekki alveg, segi ykkur betur frá því síðar. Annars fattaði ég í gærkvöldi hvað það er stutt eftir af þessum blessaða skóla, aðeins 2 vikur og svo próf....................arg hvað það er stutt í prófin. En best að halda þá áfram að læra, læra meira og meira, meira í dag en í gær;)
fimmtudagur, júní 30, 2005
mánudagur, júní 27, 2005
Hitinn heldur áfram hérna í KA. Ég verð nú að viðurkenna að mér líkar vel við þetta góða veður en líkar samt betur þegar ég get slappað af og gert eitthvað skemmtilegt. Það er ekki svo auðvelt að einbeita sér að lærdómnum í þessu hita, sérstaklega þar sem að heilinn virkar helmingi hægar:) En vona að þetta haldi bara áfram.......
Síðasta föstudag var okkur boðið á Midsommerfest hjá Svíunum sem eru hérna. Þetta er víst einhver hátíð sem þau halda í Svíþjóð. Það var síld og Ákavíti á boðstólnum, verð að viðurkenna að mér fannst frekar skrítið að borða síld með hrökkbrauði en það gera svíarnir víst. Svo fengum við köku og fórum svo í leiki. Að lokum var dansað og sungið í kringum einhverja stöng sem búið var að vefja blómum utan um. Gaman að kynnast einhverju nýju. Eftir allt þetta þá var loksins grillað. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld fyrir utan það hvað flugurnar voru ótrúlega hrifnar af mér svona rétt eins og venjulega og ég kom öll útbitin heim, Vei.........
Síðasta föstudag var okkur boðið á Midsommerfest hjá Svíunum sem eru hérna. Þetta er víst einhver hátíð sem þau halda í Svíþjóð. Það var síld og Ákavíti á boðstólnum, verð að viðurkenna að mér fannst frekar skrítið að borða síld með hrökkbrauði en það gera svíarnir víst. Svo fengum við köku og fórum svo í leiki. Að lokum var dansað og sungið í kringum einhverja stöng sem búið var að vefja blómum utan um. Gaman að kynnast einhverju nýju. Eftir allt þetta þá var loksins grillað. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld fyrir utan það hvað flugurnar voru ótrúlega hrifnar af mér svona rétt eins og venjulega og ég kom öll útbitin heim, Vei.........
þriðjudagur, júní 21, 2005
Haldiði að maður sé ekki bara orðinn frægur í KA. Kíkið á þetta.
Hafrún og ég vorum á leiðinni heim úr búðinni þegar við vorum stoppaðar og tekið smá viðtal við okkur;)
Hélt að ég myndi kafna í fyrirlestri í morgun. Hurðinar á stofunni eiga að vera lokaðar svo að loftræstingin virki sem best (það eru sko engir gluggar á þessari stofu) en í morgun held ég að það hafi verið stillt á heitt loft, það var 30°C úti þannig að maður vildi fá smá kulda. Kannski ekki skrítið að ég hafi næstum drukkið 1 1/2 líter af vatni í morgun. En ég er samt ekki að kvarta, mér finnst þetta veður æðislegt. Þannig að best að koma sér út í góða veðrið;)
Hafrún og ég vorum á leiðinni heim úr búðinni þegar við vorum stoppaðar og tekið smá viðtal við okkur;)
Hélt að ég myndi kafna í fyrirlestri í morgun. Hurðinar á stofunni eiga að vera lokaðar svo að loftræstingin virki sem best (það eru sko engir gluggar á þessari stofu) en í morgun held ég að það hafi verið stillt á heitt loft, það var 30°C úti þannig að maður vildi fá smá kulda. Kannski ekki skrítið að ég hafi næstum drukkið 1 1/2 líter af vatni í morgun. En ég er samt ekki að kvarta, mér finnst þetta veður æðislegt. Þannig að best að koma sér út í góða veðrið;)
mánudagur, júní 20, 2005
Í sól og sumaryl.......
Ekki svo auðvelt að halda sig inni þessa dagana og læra því veðrið er svo æðislegt. En í gær var vaknað snemma, ekki dregið frá gluggunum og lært til kl.14:00. Þá var gerð 2 tíma útivistarpása, sem var nú reyndar alveg nóg. Ég náði mér allavegana í nokkrar freknur á þessum tíma:) Annars gerðist nú ekki mikið þessa helgina annað en lærdómur, ótrúlegt en satt.......
Sá þetta á netinu áðan, vona að maður verði svona hresst gamalmenni;)
Ekki svo auðvelt að halda sig inni þessa dagana og læra því veðrið er svo æðislegt. En í gær var vaknað snemma, ekki dregið frá gluggunum og lært til kl.14:00. Þá var gerð 2 tíma útivistarpása, sem var nú reyndar alveg nóg. Ég náði mér allavegana í nokkrar freknur á þessum tíma:) Annars gerðist nú ekki mikið þessa helgina annað en lærdómur, ótrúlegt en satt.......
Sá þetta á netinu áðan, vona að maður verði svona hresst gamalmenni;)
föstudagur, júní 17, 2005
HÆ HÓ OG JIBBÍ JEI OG JIBBÍ JEI,
ÞAÐ ER KOMINN 17.JÚNÍ............
Gleðilega þjóðhátíð:)
Vaknaði í morgun frekar þreytt en náði þó að drífa mig á fætur. Fór inn í stofu og talaði við fuglana úti, eða svona næstum því. Ég var að æfa mig að fara með fyrirlesturinn sem ég hélt síðan í tímanum í morgun. Hefði einhver kíkt inn um gluggann hefði hann örugglega haldið að ég væri klikkuð. Þar sem ég stóð á miðju stofugólfinu á náttfötunum og talaði hátt og snjallt út í loftið:) En fyrirlesturinn gekk síðan bara alveg ágætlega, var bara pínu skjálfhent.
En hérna verður þjóðhátíðinni ekki fagnað fyrr en í kvöld. Það á að nota daginn í lærdóm og svo ætlum við að fara í skrúðgöngu út í búð og kaupa eitthvað gott á grillið;)
En ég segi nú bara hafið það gott um helgina og góða skemmtun í dag...........
ÞAÐ ER KOMINN 17.JÚNÍ............
Gleðilega þjóðhátíð:)
Vaknaði í morgun frekar þreytt en náði þó að drífa mig á fætur. Fór inn í stofu og talaði við fuglana úti, eða svona næstum því. Ég var að æfa mig að fara með fyrirlesturinn sem ég hélt síðan í tímanum í morgun. Hefði einhver kíkt inn um gluggann hefði hann örugglega haldið að ég væri klikkuð. Þar sem ég stóð á miðju stofugólfinu á náttfötunum og talaði hátt og snjallt út í loftið:) En fyrirlesturinn gekk síðan bara alveg ágætlega, var bara pínu skjálfhent.
En hérna verður þjóðhátíðinni ekki fagnað fyrr en í kvöld. Það á að nota daginn í lærdóm og svo ætlum við að fara í skrúðgöngu út í búð og kaupa eitthvað gott á grillið;)
En ég segi nú bara hafið það gott um helgina og góða skemmtun í dag...........
miðvikudagur, júní 15, 2005
Þá er maður kominn heim eftir góða helgi í Köln, er reyndar löngu komin heim:)
Fórum síðasta föstudag til Köln og gistum þar alla helgina. Skoðuðum okkur um í miðbænum, kíktum örstutt í búðir (með misgóðum árangri) og fórum svo á eitt safn. Já þetta var sko menningarleg ferð;) Held að ég verði að kjósa þetta skemmtilegasta safn sem ég hef komið inn á, þetta var nebbla súkkulaðisafn. Já þetta er safn frá einhverri súkkulaðiverksmiðju og þarna var sagt frá sögu súkkulaðiframleiðslunnar og framleiðslulínan sýnd. Svo var rúsínan í pylsuendanum, maður fékk að smakka á súkkulaðinu, uhmmmmm:)
Enduðum síðan í súkkulaðibúð við útganginn á safninu þar sem Óli keypti Chili-súkkulaði, salt-súkkulaði og ýmislegt fleira.
Á sunnudeginum fórum við síðan til Gelsenkirchen þar sem tónleikarnir voru. Þeir voru haldnir á risastórum leikvangi og við vorum svo heppin að við fengum sæti lengst upp í rjáfri þannig að við sáum Bono og félaga ekki kannski alveg nógu vel. En tónleikarnir voru alveg FRÁBÆRIR...... það var alveg geggjuð stemming og mér fannst bara alveg æði að sjá U2 loksins live á sviði. Þetta eru tónleikar sem gleymast seint.
Komum svo til baka til KA á mánudaginn og ég og Óli eyddum restinni af deginum og kvöldinu í afslöppun og át. Óli fór svo heim í gær en í gær voru einmitt 12 vikur þangað til að ég kem heim, úff sem þýðir bara mikið að gera framundan:) Þannig að best að snúa sér að lærdómnum aftur, er nebbla að fara að halda fyrirlestur á föstudaginn og eins gott að vera vel undirbúin því í tímanum í gær þá var einn strákurinn að halda fyrirlestur og hann fraus alveg upp á töflu. Hann náði varla andanum, ruglaði öllum blöðunum og glærunum sínum saman og vissi aldrei hvað hann ætlaði að segja næst greyið. Þannig að best að setjast fyrir framan spegilinn og æfa sig að lesa fyrirlesturinn upphátt:)
Fórum síðasta föstudag til Köln og gistum þar alla helgina. Skoðuðum okkur um í miðbænum, kíktum örstutt í búðir (með misgóðum árangri) og fórum svo á eitt safn. Já þetta var sko menningarleg ferð;) Held að ég verði að kjósa þetta skemmtilegasta safn sem ég hef komið inn á, þetta var nebbla súkkulaðisafn. Já þetta er safn frá einhverri súkkulaðiverksmiðju og þarna var sagt frá sögu súkkulaðiframleiðslunnar og framleiðslulínan sýnd. Svo var rúsínan í pylsuendanum, maður fékk að smakka á súkkulaðinu, uhmmmmm:)
Enduðum síðan í súkkulaðibúð við útganginn á safninu þar sem Óli keypti Chili-súkkulaði, salt-súkkulaði og ýmislegt fleira.
Á sunnudeginum fórum við síðan til Gelsenkirchen þar sem tónleikarnir voru. Þeir voru haldnir á risastórum leikvangi og við vorum svo heppin að við fengum sæti lengst upp í rjáfri þannig að við sáum Bono og félaga ekki kannski alveg nógu vel. En tónleikarnir voru alveg FRÁBÆRIR...... það var alveg geggjuð stemming og mér fannst bara alveg æði að sjá U2 loksins live á sviði. Þetta eru tónleikar sem gleymast seint.
Komum svo til baka til KA á mánudaginn og ég og Óli eyddum restinni af deginum og kvöldinu í afslöppun og át. Óli fór svo heim í gær en í gær voru einmitt 12 vikur þangað til að ég kem heim, úff sem þýðir bara mikið að gera framundan:) Þannig að best að snúa sér að lærdómnum aftur, er nebbla að fara að halda fyrirlestur á föstudaginn og eins gott að vera vel undirbúin því í tímanum í gær þá var einn strákurinn að halda fyrirlestur og hann fraus alveg upp á töflu. Hann náði varla andanum, ruglaði öllum blöðunum og glærunum sínum saman og vissi aldrei hvað hann ætlaði að segja næst greyið. Þannig að best að setjast fyrir framan spegilinn og æfa sig að lesa fyrirlesturinn upphátt:)
föstudagur, júní 10, 2005
Fallegur föstudagur er runninn upp og við erum alveg að fara að leggja af stað til Köln þar sem við ætlum að eyða helginni. Endum helgina svo á því að fara á U2 tónleika í Gelsenkirchen, JEIIIII........Ég hlakka ekkert smá til:)
Best að fara og klára að henda ofan í töskuna og koma sér svo af stað. Læt ykkur vita á mánudaginn hvernig var.
Bis dann
Best að fara og klára að henda ofan í töskuna og koma sér svo af stað. Læt ykkur vita á mánudaginn hvernig var.
Bis dann
þriðjudagur, júní 07, 2005
Leit í spegil um daginn og sá að það var komið allt of langt síðan að ég hef farið í klippingu. Ákvað að vera huguð og fara í klippingu hérna í þýskalandi. Hef gert það einu sinni áður (þegar ég var skiptinemi ´96-´97) og þá var útkoman eins og ég væri leikkona í Bold and the Beautiful. Pantaði núna tíma á stofu þar sem Hafrún var búin að fara 2 sinnum og var ánægð í bæði skiptin. Kom þangað á alveg réttum tíma, meira að segja nokkrum mínutum fyrr (veit að það trúa því ekki allir,hehe:)) . Fann mér nokkur þýsk slúðurblöð (eina sem var í boði) og settist svo í stólinn. Fékk svo þennan fína kaffibolla og byrjaði svo að lesa um allt fræga fólkið. Þegar búið var svo að setja lit/strípur í hárið og klippa pínu lítið þá fékk ég þetta þvílíkt góða höfuð og herðanudd, akkúrat það sem mig vantaði. Þetta var ekkert smá þægilegt, ég var næstum sofnuð;)
En svo var hárið á mér blásið og gert fínt og að lokum fékk ég smá kinnalit og varagloss, var sem sagt alveg þvílík pæja. Fannst þetta samt voða fyndin þjónusta. En sem sagt komst að því að það eru til klippistofur í Þýskalandi sem er óhætt að fara á. Þó að þetta hafi reyndar ekki verið sú ódýrasta klipping sem ég hef farið í en þá verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei fengið jafn mikla þjónustu áður. Get allavegana mætt fín og sæt út á flugvöll að sækja Óla á morgun:)
En svo var hárið á mér blásið og gert fínt og að lokum fékk ég smá kinnalit og varagloss, var sem sagt alveg þvílík pæja. Fannst þetta samt voða fyndin þjónusta. En sem sagt komst að því að það eru til klippistofur í Þýskalandi sem er óhætt að fara á. Þó að þetta hafi reyndar ekki verið sú ódýrasta klipping sem ég hef farið í en þá verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei fengið jafn mikla þjónustu áður. Get allavegana mætt fín og sæt út á flugvöll að sækja Óla á morgun:)
sunnudagur, júní 05, 2005
Ég þoli ekki flugur, en þær hreinlega elska mig.......argggg mér finnst þetta óþolandi að vera alltaf bitin. Af hverju eru bara sumir bitnir en aðrir ekki??? skil þetta ekki
En nóg um það. Síðasta vika var mjög skemmtileg en þá komu Fjóla, Sigrún og Viktoría í heimsókn til okkar. Hér var ýmislegt brallað og þeim var sýnt það helsta bæði að degi til jafnt sem á kvöldin;) Þakka þeim bara kærlega fyrir komuna og það var gaman að sjá þær.
En þetta verður ekki lengra í bili því ég verð að læra eitthvað áður en að Óli kemur í heimsókn. Jább það er loksins að koma að því að hann komi aftur, get varla beðið:)
En nóg um það. Síðasta vika var mjög skemmtileg en þá komu Fjóla, Sigrún og Viktoría í heimsókn til okkar. Hér var ýmislegt brallað og þeim var sýnt það helsta bæði að degi til jafnt sem á kvöldin;) Þakka þeim bara kærlega fyrir komuna og það var gaman að sjá þær.
En þetta verður ekki lengra í bili því ég verð að læra eitthvað áður en að Óli kemur í heimsókn. Jább það er loksins að koma að því að hann komi aftur, get varla beðið:)