Ríkey

miðvikudagur, september 21, 2005

Suma daga er maður alveg andlaus, ég sit hérna fyrir framan tölvuna og á að vera að skrifa ritgerð en það kemur bara ekki neitt. Kannski að ég losni við ritstífluna með því að blogga smá;)

Ég er búin að komast að því að það býr ótrúlega mikið af skrítnu fólki í Reykjavík og allt þetta fólk ferðast með strætó. Þar sem að ég ferðast líka með strætó þá hlýt ég nú líka að vera pínu skrítin, hehe..... en það getur verið mjög gaman að sitja og hlusta á hvað hinir eru að tala um. Það styttir allavegana tímann sem strætóferðin tekur. En ég held að ég sé bara alveg búin að taka strætó í sátt aftur eftir margra ára hlé á strætónotkun. Það besta er að maður þarf ekkert að vera vaknaður þegar maður fer af stað eins og þegar maður þarf að keyra sjálfur. Versta er samt hvað manni getur orðið kalt við að bíða eftir þessum annars fína einkabíl;)

Jæja best að fara að halda áfram að læra og athuga hvort andinn hafi komið yfir mig.......

mánudagur, september 12, 2005

Komin á klakann. Kom reyndar í síðustu viku heim en er búin að hafa nóg að gera síðan þá. Ég hélt í síðustu viku að ég myndi frjósa úr kulda, soldið mikil viðbrigði að koma úr 30°C í 9°C og rok. En þetta er að venjast aftur:) Annars er ég bara byrjuð aftur í skólanum en hann byrjar frekar rólega, sem betur fer.
Komst að því eftir að ég kom heim að Íslendingar keyra undarlega, ég hélt að umferðin á vinstri akgrein ætti að ganga hraðar fyrir sig en á þeirri hægri. Neibb ekki í Reykjavík. En annars notaði ég síðustu viku til að byrja að kynna mér nýja strætókerfið en ég kem til með að nýta mér það í vetur. Ég er nú svo sem vön því að nýta mér almenningssamgöngur frá því í KA nema hvað þar var maður yfirleitt kominn á áfangastað á svona 5 mín. en hérna tekur það um 30-40 mín. Allavegana fannst mér ég vera endalaust lengi í strætóinum sem ég tók í skólann.
Jæja nóg af strætó í bili og best að fara að koma sér af stað og fara að læra, já maður verður víst að fara að koma sér í þann gírinn aftur.

fimmtudagur, september 01, 2005

Þá er ég komin heim aftur, þ.e. ég er komin aftur til Karlsruhe eftir gott frí í útlöndunum. Við erum búin að fara til München, komum við í Austurríki og vorum svo nokkra daga á Ítalíu í mjög góðu veðri. Held meira að segja að mér hafi tekist á ná mér í nokkrar freknur, vona bara að þær verði ekki farnar þegar ég kem á klakann. En ferðin gekk mjög vel og við heimsóttum meðal annars Giovanna og það var mjög gaman að hitta hana aftur eftir allan þennan tíma. Hún fór með okkur í ítalska-vínsmökkun og svo á morgun förum við í þýska vínsmökkun og þá get ég sagt ykkur hvort er betra;) hehe
Annars eru bara allir hressir og kátir þó svo að sumum finnist aðeins of heitt þá er ég mjög ánægð með hitann hérna sem er búinn að vera í kringum 25-30°C. Ég er eiginlega farin að halda að ég hafi verið hitabeltisdýr í fyrra lífi:) En svo á morgun förum við í sveitina mína hérna og verðum þar um helgina, komum svo aftur til KA og svo kem ég heim á þriðjudaginn. Vá hvað það er stutt í að ég komi heim. En sé ykkur sem sagt hress og kát í næstu viku..............