Ríkey

mánudagur, febrúar 27, 2006

Held að ég hafi fundið þennan unga myndarlega mann sem ég lýsti eftir í síðasta bloggi, hann hefur leynst undir síðu hári undanfarið:) En þar sem að hann er í miklu uppáhaldi hjá mér þá vona ég að hann sé það líka hjá ykkur, þannig að endilega kjósa hann sem uppáhalds hér.
Held að ég hafi safnað ótrúlega mikilli orku núna um helgina, svaf alveg meira en góðu hófi gegnir og vaknaði líka þvílíkt hress og kát í morgun. Var meira að segja bara ánægð að labba út í strætóskýli, það hefur ekki gerst lengi. En í gær horfði ég á heimildarmyndina Afrika United og hún var mjög skemmtileg. Ég hef aldrei áður heyrt um þetta lið en ég mæli alveg með þessari mynd. Annars er nú ekki mikið að frétta nema bara ný vika byrjuð með nýjum fyrirheitum, já maður ætlar sér að verða duglegri á hverjum mánudegi en svo er bara alltaf strax kominn föstudagur og maður ekki búinn að gera helminginn af því sem maður ætlaði sér í vikunni. Hvort er maður að plana að gera of mikið á of stuttum tíma eða er maður bara einfaldlega latur, það er spurning?

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

HJÁLP.........................

Leit stendur yfir að ungum manni. Síðast þegar sást til hans var hann klæddur í gráa flíspeysu, var brúnn á hörund og með ljósar strípur í hárinu. Ekkert hefur spurst til hans síðan haustið 2000. Þeir sem hafa séð til ferða þessa unga manns eru vinsamlegast beðnir um að láta vita...........
Hér kemur mynd af drengnum svo auðveldara er fyrir fólk að átta sig á lýsingunni:


fimmtudagur, febrúar 16, 2006

To be or not to be........gella......

Já ég ætlaði að vera þvílík gella í gær í góða veðrinu, sem var auðvitað bara gott gluggaveður. En þá ákvað ég að fara í pilsi í skólann og var svaka pæja. Nema hvað svo er ég að labba úr strætó og inn í skóla og var þvílíkt ánægð með lífið og tilveruna og fannst ég auðvitað vera mesta gellan á öllu háskólasvæðinu en nei þá kom þessi þvílíka vindkviða og feykti pilsinu mínu upp um allt og ég stóð allt í einu bara á sokkabuxunum og sá varla fram fyrir mig því pilsið var fyrir mér. Ég reyndi nú að vera eins snögg og ég gat að toga það niður aftur og hélt því síðan niðri það sem eftir var leiðarinnar sem ég gekk mjög hröðum skrefum. Kannski er bara best að halda sig við gallabuxurnar nema þegar maður ætlar að vera heima hjá sér og ekki að leiðinni út í rok;)

En eins og flestir vita þá er þessi margumtalaða forkeppni fyrir Eurovisionið á laugardaginn og ég held að það kalli á partý eða hvað finnst ykkur???

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Alveg magnað þegar maður ætlar að vera duglegur og hugsa um heilsuna þá kostar það morðfjár....... fór til tannsa áðan og hann sagði mér hvað ég væri nú með fínar tennur og hvað ég væri nú dugleg að hirða tennurnar mínar. En af því að það var nú ekkert að þeim þá varð hann nú að gera eitthvað til að fá smá pening og tók því myndir:( Til þess að láta segja mér að tennurnar mínar væru fínar þá þurfti ég að borga 7500 kr. En þá veit ég það allavegana - fór svo í búðina og keypti mér gulrætur í staðinn fyrir að fá mér gotterí. Spurning hversu lengi þetta endist þessi hollusta;)

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Þá er kominn febrúar. Fyrsti mánuður ársins búinn og þar með kominn tími til að sparka fast í óæðri endann og koma sér í gírinn. Já ég verð að viðurkenna að það fór lítið fyrir dugnaði og krafti í janúar, letin var eiginlega alls ráðandi. En er þá ekki gott að nota mánaðarmótin í það að skipuleggja sig upp á nýtt og koma sér í dugnaðargírinn. Vona að þetta verði ekki bara orðin tóm þannig að ef þið sjáið mig slæpast rekið þá á eftir mér;)
En ég fór í nudd um daginn og það er bara eitthvað það besta sem ég hef gert. Ég varð svo afslöppuð eftir allar pyntingarnar (já ég var soldið stíf í herðunum) að ég sofnaði á bekknum hjá nuddaranum og hún leyfði mér bara að sofa. Svo hrökk ég upp og áttaði mig á því að ég var búin að sofa í 30 mín. Mér brá nú soldið mikið því ég ætlaði að vera svo dugleg þennan daginn að læra en þetta var nú samt alveg nauðsynleg afslöppun. Mæli með þessu og ég ætla að reyna að drífa mig aftur til hennar bráðlega. Vona að ég vinni í Lottó svo að ég geti farið í hverri viku í nudd, já þetta er nú víst ekki alveg gefins en samt hverrar krónu virði:)