Ríkey

fimmtudagur, mars 30, 2006

Vantar þig sófa? hringdu þá í mig......Við Óli vorum nebbla að fá okkur nýjan sófa og erum að losa okkur við gamla sófann okkar. Þannig að ef einhvern langar í sófann okkar þá bíður hann eftir nýjum eigendum:)
Þessi vika sem er að líða er búin að vera átvikan mikla því ég er búin að fara í tvo saumaklúbba og eins og venjulega þá át ég á mig gat í þeim báðum, reyndi þó að stoppa upp í gatið í öðrum þeirra með því að troða aðeins meira í mig;)
Ég leit á dagatalið í morgun og áttaði mig þá á því að þessi mánuður er að verða búinn og mér finnst hann varla vera byrjaður. Skil ekkert í þessu hvað varð um marsmánuð. Samkvæmt dagatalinu þá eru bara 2 mánuðir á morgun þangað til ég fer í sumarfrí, víííí - en samt smá panik líka því ég ætlaði að vera búin að gera miklu meira áður en ég fer út og ég sé ekki alveg fram á að ná að klára allt. Skil ekki hvernig manni tekst alltaf að gera svona óraunhæfar áætlanir, maður ætlar að gera allt á engum tíma. En best að hætta að kvarta yfir tímaleysi og fara að gera eitthvað af viti.

þriðjudagur, mars 21, 2006

Hélt áðan að ég myndi breytast í klaka. Fór út að skokka í hádeginu í kuldanum og rokinu niður að Ægissíðu og það var alveg hrikalega kalt. Held að ég hafi sjaldan farið í jafn heita sturtu og ég fór í eftir það. En er eiginlega búin að komast að því að mér veitir ekkert af að hreyfa mig smá til að hafa úthald í það sem er framundan. Já ég var að líta á dagatalið og sá hvað það er í raun stutt eftir af þessum vetri og mikið eftir að lesa. Verð reyndar að viðurkenna að þetta er ekki fyrsti veturinn þar sem þetta rennur upp fyrir mér á þessum tíma:) En hvað varð annars um góða veðrið? En af hverju er maður svona hissa á því að það sé smá kalt það er nú einu sinni ennþá vetur, held að íslendingar séu orðnir of góðu vanir og vilja bara hafa hlýtt alltaf. En verð að drífa mig - er að fara gera mælingar á bílvél so bis später...............

föstudagur, mars 17, 2006

Ekkert blogg í heila viku, en það er reyndar vegna þess að ég hef svifið um á perlubláu skýi. Réttara sagt hef ég keyrt um á því þessa vikuna. Jább Óli og ég vorum að kaupa okkur bíl, lítinn, sætann, perlublánn yaris. Mér hefur samt alltaf fundist soldið skrítið að setjast upp í hann og keyra af stað því mér finnst eins og ég sé á einhvers annars manns bíl en þetta er alveg að venjast:) Jább það virðist vera að strætódagar mínir séu taldir í bili, jibbíííí...........

Ég reyndi síðasta mánudagskvöld að vera 3 barna móðir í nokkra klukkutíma, kannski í erfiðustu klukkutíma dagsins eða í kringum kvöldmatarleytið þegar allir eru þreyttir og svangir. Það er ekkert svo auðvelt að leika við börnin og elda á sama tíma. Síðan að þurfa að gefa öllum að borða og reyna að borða sjálf, en það tókst sem betur fer stóráfallalaust og allir urðu saddir. Maður er alltaf að æfa sig svo þegar að því kemur þá verður maður orðin súpermamma með öll trikkin á hreinu, hehe;)

fimmtudagur, mars 09, 2006

Vá þetta er met held ég - blogg 3 daga í röð, alveg magnað. En núna er ég orðin alveg sannfærð um að þessi heilsugúru sem eru alltaf að tala um hversu gott það er að hreyfa sig hafi rétt fyrir sér. Ég vaknaði nebbla í nótt skjálfandi úr kulda þrátt fyrir að sænginn næði upp að nefi, svo þegar ég vaknaði þá var ég með hausverk og leið ekki vel. En skellti mér nú í skólann sannfærð um ég myndi hrista þetta slen af mér. Fór í tíma og skalf allan tímann og þá var ég nú alveg sannfærð um að þessi árans flensa sem er að ganga væri búin að ná mér. En ég ákvað nú samt að fara út í hádeginu og skokka smá, ég er nebbla á svona hlaupanámskeiði til þess að reyna að koma mér í betra skokk form. Og viti menn eftir að hafa farið vel klædd út í kuldann og skokkað smávegis niðri við Ægissíðuna og svo fylgdi náttla heit sturta á eftir þá var ég bara að kafna úr hita og aldrei verið hressari. Þannig að núna er bara að halda áfram að hlaupa og reyna að koma sér í form. Þannig að ef þið kíkið í vesturbæinn í sumar þá sjáið þið kannski eldibrand á hlaupum, það verður sko ég múhahahahahahahaa
(úff nú er eins gott að ég gefist ekki upp á þessu skokki)

miðvikudagur, mars 08, 2006

Fólk er fífl...... það er ótrúlegt hvað fólki dettur í hug að gera:

Sektuð fyrir að mála sig undir stýri
Bresk kona hefur verið dæmd til að greiða um 25 þúsund króna sekt en hún var staðin að því að mál sig á meðan hún var að aka bíl á hraðbraut í Wales.
Konan var að aka á A499 hraðbrautinni í norðurhluta Wales en á þeim vegi hafa orðið 50 alvarleg slys á undanförnum árum. Á myndum, sem teknar voru með eftirlitsmyndavélum, sást konan nota báðar hendur til að setja á sig augnskugga á meðan hún ók á um 50 km hraða á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 60 km.
Lögreglan í Wales hefur sett upp myndbandstökuvélar meðfram þeim vegum sem þykja hættulegastir. (tekið af mbl.is)

þriðjudagur, mars 07, 2006

Af hverju er það þannig að þegar maður sest niður fyrir framan tölvuna og ætlar að blogga þá kemur ekkert af viti upp úr manni en þegar maður situr í strætó þá er maður kominn með efni í heila bók. Held að ég þurfi að fara hafa blað og blýant með mér í strætó. En talandi um strætó þá er alveg ótrúlegt hvað sumir þurfa að hella yfir sig heilum brúsa af ilmvatni áður en lagt er af stað. Svo kemur þetta fólk inn í strætó og allt angar að einhverju kellingar ilmvatni og maður verður bílveikur áður en langt um líður. Vonandi er ég bara ekki svona sjálf;)
Annars þá hafa síðustu vikur bara flogið áfram án þess að neitt merkilegt hafi gerst nema kannski skírnin sem við fórum í og bústaðarferðin síðustu helgi. Þannig að síðasta helgi var svona slappa af/át helgi en það var líka mjög gott. Hélt nebbla að þetta yrði alveg kreisí vika en hún fór frekar rólega af stað en það þýðir hins vegar ekki að hún endi ekki í einhverri vitleysu.
Sá svo á netinu í dag að sama hvort maður sé feit eða mjó sófakartafla þá þarf maður að hreyfa sig. Segja svo að það ríki ekki jafnrétti í heiminum;)