Ríkey

mánudagur, september 08, 2003

Það er kominn mánudagur einu sinni enn. En þvílík gleði því í gær var svo mikill dugnaður í heimaverkefnum að í dag eru nánast öll verkefni búin. En frábær helgi búin. Byrjaði á vísó í Orkuveituna, síðan var frábært innflutningspartý hjá Ásdísi og Stebba en svo bara heim að sofa. Laugardagurinn var svo bara afslöppun. Um kvöldið var svo farið á tónleika upp í Hvalfirði hjá Blúsbyltunni. Alveg stórskemmtilegir tónleikar. Vonandi að það heyrist meira frá þessari hljómsveit.