Ríkey

föstudagur, september 12, 2003

Vá bara strax komið föstudagskvöld, gærdagurinn leið ekkert smá hratt enda nóg að gera. Það að eiga 2 börn og vera í fullu námi í háskóla vááá... Þeir sem að gera það eru annað hvort algjörar hetjur eða þá að þeir séu með fleiri klukkutíma í sólarhringnum en ég. En gott að prófa að þurfa að hugsa um e-n annan en bara sjálfan sig. Þó svo að maður hafi nú verið pínu seinn í morgun en þá komust allir í skólann án þess að vera í úthverfum fötum eða með morgunmatinn út um allt andlit. Spurning hvernig gengur í næstu viku........ En er ekki rétt að fá sér eitthvað gott að drekka núna þar sem að það er nú einu sinni flöskudagur!!!!!!!!!