Ríkey

þriðjudagur, mars 09, 2004

Ég var frekar þreytt í morgun enda vorum við í gær að setja upp áhorfendapallana í Smáralindinni í gær. Fengum borgað fyrir það því við erum að safna fyrir útskriftarferðinni. Vorum ekkert smá dugleg. Helgin fór bara í lærdóm en var samt ekki nógu dugleg. Reyndar endaði helgin mjög vel því það var saumó á sunnudagskvöldið og þvílíkar kræsingar. Hélt að ég kæmist ekki heim þar sem að það er frekar erfitt að rúlla upp í Breiðholtið.
Ef að þið þurfið að bæta tæknina ykkar með það hvernig þið takið myndir þá kíkið endilega á þetta :)