Ríkey

mánudagur, mars 15, 2004

Jæja nú er maður að reyna að verða fullorðinn, var að sækja um í mastersnámi áðan. En ekkert smá fegin að þessi höfuðverkur er búinn, en var smá stress í morgun því umsóknarfresturinn rennur út í dag;)
En í gær var ég stolltur fulltrúi vélaverkfræðiskorar á opnum degi í háskólanum, frá 11 til 13. Fór svo í skírn hjá litla prinsinum Önnu og Grettis, sem heitir núna Arnar Breki sem er algjör dúlla.
Ekkert smá gott veður núna, maður kemst í hálfgerðann sumarfíling:)