Ríkey

fimmtudagur, október 29, 2009

Eru til einhverjar reglur sem segja að frá og með ákveðnum degi í október megi auglýsa jólavörur og annað sem tengist jólunum. Finnst eins og í síðustu viku þá hafi þessi dagur verið. Heyri ekkert annað en jólatónleika og jólahlaðborðsauglýsingar í útvarpinu. En sem betur fer hef ég ekki heyrt nein jólalög ennþá - verð að viðurkenna að þó svo að maður sé kannski farinn að huga að jólagjafakaupum þá er ég samt ekki tilbúin til þess að heyra jólalög strax. Tíminn líður reyndar alveg ótrúlega hratt núna og það eru reyndar bara 8 vikur til jóla, ekki að ég sé að telja :o)