Ríkey

mánudagur, febrúar 23, 2009

Ég komst að því um helgina að vöfflur í hárið er bara töff. Var í skíðaferð með vinnunni á Dalvík um helgina og á laugardagskvöldinu var 80´s þema. Að sjálfsögðu fór maður alla leið í búningnum og ég held að ég hefði átt að vera upp á mitt besta á þessum árum því þetta fer mér alveg fáránlega vel :)

En það var líka skíðað eins og enginn væri morgundagurinn, sem betur fer því mér tókst að sjálfsögðu að taka góða dýfu á sunnudeginum og skíðaði ekkert eftir það. Hoppa svo um núna eins og hölt hæna, en það gátu að minnsta kosti allir vinnufélgar mínir hlegið að mér - gott að maður geti skemmt öðrum :)