Ríkey

miðvikudagur, september 17, 2003

Hjálp..... ég hélt að maður hefði upplifað leiðinlegar kennslustundir en í dag sló öll met. Það byrjaði á því að það átti að vera smá kynning á hvernig maður leitar að gögnum á Þjóðarbókhlöðunni. Við skunduðum 3 af stað, Einar Leif, Siggi og ég og bjuggumst við kannski 30 mín. útskýringum. En neiei. Í fyrsta lagi þá var konan hálfheyrnalaus og svo talaði hún við okkur eins og við vissum varla hvað internetið væri. Svo hefur hún ábyggilega haldið að við værum gullfiskar og hefðum bara 10 sek. minni. Hún sýndi okkur 3 eða 4 leitarvélar fyrir vísindagreinar og svoleiðis dót. Það var mjög fróðlegt að vita hvernig ein virkar en svona leitarvélar virka allar mjög svipað og þegar hún var að sýna okkur hvernig hver og ein virkaði þá vorum við farin að leita okkur að afsökunum til að geta farið, það tókst ekki nógu vel. Þannig að eftir 1 og 1/2 tíma þá var hún loksins búin og við hlupum út fegin að vera enn nokkuð heil á geði. En við erum enn að jafna okkur. úúúffff ég vona að enginn lendi í þessu, ekki einu sinni mínir verstu óvinir. Ekki það að ég eigi neina óvini eða vona allavegana ekki.
Kannski er ég samt ekki alveg vinsælasta manneskjan í vélinni þessa stundina;) skoðið það sem heitir Serverinn, þá vitið þið hvað ég á við........eins gott að ég sé ekki rafvirki