Ríkey

fimmtudagur, september 18, 2003

Suma daga á maður ekki að fara á fætur og dagurinn í dag var einn af þeim. Allt lék í lyndi þar til ég ætlaði að fara að klára hönnunarverkefnið mitt. Ég byrjaði að vinna úr niðurstöðum í exel en neinei þá bara allt í einu verður tölvan klikk og breytir upplausininni þannig að blindir hefðu getað lesið af skjánum. En þá kom Siggi til bjargar og ég hélt áfram. En þó leið ekki á löngu þar til tölvan fór aftur í klessu og aftur og aftur....... Frábært hvað átti ég núna að gera tölvan í klessu og verkefnið inn í tölvunni. Jú hvað gerir maður þá.... fer í næstu tölvu og byrjar upp á nýtt:( Danni leyfði mér að vinna í sinni tölvu(hann var búinn með sitt verkefni) og hann fór í mína, en viti menn það var bara allt í lagi með tölvuna. Þannig að ef að eitthvað er að tölvunum ykkar talilð þá við Danna og fáið hann til að tantra þær, því það virkar greinilega;)