Ríkey

laugardagur, nóvember 01, 2003

Þvílíkt skemmtileg haustferð í gær. Fórum fyrst í Svartsengi að skoða hitaveituna, svo í sund í Grindavík og loks út á völl að skoða flugvél Flugleiða. Hálfgert svindl að við fengum ekki að fara til útlanda. Því næst var haldið til Hafnarfjarðar og borðað. Þar komu í ljós hinir ýmsu hæfileikar fólks við matarborðið, eins og að borða hamborgara með franskar í nefinu og kokteilsósuát. Mæli ekki með þeirri keppni:)
Maður dansaði síðan út í eitt. Vil benda ykkur á það að gólfið á Hverfisbarnum er mjög hart. Hausinn minn fékk að prófa það, þökk sé Danna dancer.