Ég fann verstu lykt ever í dag. Við fórum í heimsókn í þorskhausaþurrkun í Hafnarfirði í dag, út af verkefni sem við erum að vinna. Við stinkuðum svo mikið eftir það:( En við fórum í sund og böðuðum okkur upp úr klór í heitu pottunum. Núna langar mig helst af öllu að brenna fötin sem ég var í. Svo fór ég með stílabók til að skrifa niður ef við myndum heyra eitthvað gáfulegt og núna þá verð ég að henda stílabókinni því hún angar af ógeðislykt. Ef að þið sjáið brennu ofarlega í Breiðholtinu í kvöld þá er það bara ég að losa mig við fötin;)
mánudagur, október 20, 2003
<< Home