Ríkey

föstudagur, desember 12, 2003

Vei var að koma úr Smáralindinni þar sem ég beið með Sigga Bleika í röð í 1 og 1/2 tíma til að kaupa miða á Lord of the rings. Frábær upplifun:) Við erum sem sagt á leiðinni á myndina 28. des klukkan miðnætti til hálffjögur um nóttina. Það var nebbla ekki auðvelt að fá miða fyrir 34 manneskjur á sömu sýninguna. En meðan við biðum í röðinni þá hlustuðum við á æfingu fyrir Idolið sem verður í kvöld. Það er diskóþema þannig að maður gat dillað sér við tónlistina sem var sungin.
En þá er best að fara að læra eins og brjálæðingur fyrst að maður var svona lengi í þessari miðavitleysu. Verð samt að borða fyrst og hvað ætli verði fyrir valinu í kvöld... hummm ..... kannski 1944 eða jógúrt eða maður veit aldrei:)