Ríkey

laugardagur, desember 06, 2003

Hverjum finnst ekki gaman að fá tölvupóst? Mér finnst það allavegana, þó svo að maður fái nú stundum skrítinn póst þá held ég að póstur sem ég fékk áðan hafi slegið ansi mörg met. Hér kemur það sem ég fékk:

Came across your page on a random search. Nice pictures. Best wishes
from Atlanta

Þetta var frá einhverjum James O'Brien. Hvað fær fólk til þess að skrifa ókunnugum svona póst. Ég myndi að minnsta kosti ekki gera það. En síðasta sumar fékk ég líka póst frá Ameríku frá fólki sem ég þekkti ekki neitt. Þau voru að spurja hvort að ég væri listamanneskjan sem væri að koma og skemmta í bænum þeirra tveim vikum seinna. Að hverju er fólk eiginlega að leita þegar það finnur mig á netinu???

Ákvað að kíkja á google.com og skrifaði Ríkey í leitarstrenginn og hvað haldiði að ég hafi fundið (fyrir utan linkinn á síðuna mína)!!!!!

Scotch Rikey

1 lump of ice

Juice of half a lime

Juice of a quarter of a lemon

1 glass of Scotch Whisky

Soda


Ekki alveg ég en mjög nálægt því;)