Ríkey

laugardagur, nóvember 22, 2003

Þvílík vísó í gær, ég held að ég hafi sjaldan séð jafn mikið af áfengi í einni ferð og það kláraðist ekki. En það þykir frekar léleg frammistaða þó svo að mikið hafi verið reynt. Þetta hefur þó ákveðna skýringu, en það er að ég var ekki að drekka. Það munar náttla um svona svamp eins og mig. Ég bjargaði bara myndavél vélarinnar og tók mynd af öllu fulla fólkinu. Ég er samt farin að halda að ég sé leiðinleg edrú því það voru allir að reyna að hella í mig áfengi.
Fór svo bara heim í rólegheitin eftir ferðina. Bjó mér til mat, fékk mér bjór og hlammaði mér fyrir framan imbann og glápti á Idol. Núna er það spurningin ætli að íslenski Clay Aiken sé fundinn, hann er allavegana ansi líkur honum strákurinn sem vann í gær.

Ég komst nú í smá jólaskap í morgun þegar ég fór með mömmu í kringluna og verslaði jólagjafir til að senda út til útlandanna. Það var sama í hvaða búð maður fór allstaðar var verið að spila jólalög og auðvitað var komið jólaskraut út um allt. Þetta var nú samt ágætis tilbreyting frá VR2 fyrir utan það að ég sá eitthvað annað fólk en ég sé alltaf. En hvar haldiði að maður hafi endað, nei ekki í ríkinu þó svo að það væri mjög líklegt, heldur er ég komin aftur í VR2 hitt heimilið mitt. Ég kom hingað í þessu pínulitla jólaskapi sem ég var komin í og minntist aðeins á það og sýndi fínu jólasokkana sem ég er í og ég hélt að ég yrði skotin á færi. Greinilegt að það eru fleiri en ég sem þurfa að komast út úr húsi;)

En fyrir ykkur sem viljið komast í jólaskap þá vil ég benda á síðu sem að ég fann á netinu. Þetta er jólasíða og svo er alltaf verið að spila jólalög á létt. En núna haldiði að ég sé orðin klikkuð en það er nú ekkert nýtt eða hvað:)