Ríkey

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Frábær árshátíð búin. Fórum austur á föstudag og komum okkur fyrir á Örkinni. Fórum í pottinn og held að þetta hafi verið kaldasta pottaferð ever. Síðan var farið að taka sig til og farið í matinn. Eftir matinn stigum við (stelpurnar í bekknum mínum) á stokk með stórgott og vel æft skemmtiatriði, tæknin var þó ekki jafn vel æfð og því fór það allt í klessu en að öðru leyti tókst atriðið vel. Fólk var þó mislengi að jafna sig eftir atriðið en þó ekkert annað að gera en að fara að djamma. Ballið var mjög skemmtilegt og mikið dansað. DJ Steinar og Svitabandið héldu uppi fjörinu.
Þó var mismikið fjör á dansgólfinu og fannst einum stráknum á dansgólfinu ég greinilega ekki nógu drukkin og hann reyndi því að hjálpa mér að klára mjög hratt hvítvínsglasið sem ég var með. Það endaði sem sagt allt á kjólnum mínum sem að lyktar mjög vel núna:( eða ekki......
Daginn eftir var svo farið á Selfoss og fengið sér að borða, alveg nauðsynlegt.
Þessi laugardagur var ekki sá orkumesti í sögunni, fór þó niður í skóla og vann smá í verkefninu sem ég er að skila núna. Kom svo heim keyrði mömmu og pabba á árshátíð, fór í mat til tengdó og keyrði svo Óla í partý.
Til að fullkomna svo kvöldið þá kom ég við á Select og keypti kók og snakk og fór svo heim. Eyrún vinkona kom í heimsókn og við hámuðum í okkur og horfðum á sjónvarpið og kjöftuðum eins og stelpum er einum lagið.

Vaknaði svo á konudaginn með því að minn heittelskaði kom heim klukkan 6 um morguninn og vakti mig. Ég var mjög (ó)ánægð með það. En dagurinn átti nú bara eftir að batna því við fórum í afmæli og svo í bollukaffi og ég át yfir mig eins og mér einni er lagið.

Nú er byrjuð skemmtileg verkefna vika og ég ætla að reyna að setja inn myndir af árshátíðinni eins fljótt og hægt er........ until then:)