Ríkey

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Nú er farið að styttast í hina frægu árshátíð verkfræðinema. Vei vei.... farið verður á föstudag austur fyrir fjall á Örkina. Ætlum að leggja af stað upp úr hádegi og hafa það notalegt fram eftir degi. Síðan verður farið að gera sig sæta og fína og farið í fordrykk;) Er meira að segja búin að fá lánaðann kjól og alles. Eina vandamálið í dag er að augað á mér er með sjálfstæðan vilja og ákvað að sýna sig meira en venjulega, já ég vaknaði sem sagt með bólgið auga enn einu sinni. Vonandi að það verði búið á föstudaginn. Annars ætla ég að mæta með lambúshettu og skíðagleraugu, því þá sést ekki að hárið mitt er gamalt og ljótt og augað bólgið. En maður yrði nú soldið elegant í svörtum fínum kjól með lambúshettu og skíðagleraugu. Ef þetta væri grímuball þá fengi ég örugglega verðlaun fyrir besta búninginn;)