Ríkey

miðvikudagur, mars 03, 2004

Þvílíkt óveður í gærkvöldi. Hélt að ég yrði úti þegar ég var að hlaupa úr skólanum og í bílinn, sem var náttúrulega lagt eins langt frá skólanum og mögulegt er. Mæli ekki með því að vera í gallabuxum í svona mikilli rigningu. Komst að því að þær eru ekki vatnsheldar;) Fór svo í fótbolta og greinilegt að veðrið hafði áhrif á hlaupagetuna, maður var ekki upp á sitt besta.
Þegar ég kom heim þá voru Óli og bróðir hans búinir að mála eldhúsið okkar. Vei það fer að styttast í fyrstu kvöldmáltíðina í kjallaranum. Og aldrei að vita nema maður fagni því á skemmtilegan máta....... verið tilbúin:)