Ríkey

þriðjudagur, september 23, 2003

Úff það getur verið erfitt að skilja útlendinga. Maður hélt að maður væri góður í ensku en annað kom á daginn í dag. Ég og Eyrún (sem er með mér í bekk) fórum á ráðstefnu sem okkur hafði verið boðið á, en nema hvað að það voru tveir menn frá suður-afríku að tala og ég hef aldrei heyrt neinn tala svona hratt. Vá þeir hljóta að geta komist í heimsmetabók Guinness fyrir þetta.
En í dag fór TMC svo á kaffibrennsluna og borða kveðju-lunch með Þórey Eddu en hún er að fara að flytja til Þýskalands. Þar komust Siggi og Stebbi að því að maður á ekki að panta bara eitthvað sem heitir fínu nafni og er dýrt því þeir fengu svo lítið að greyin voru ennþá svangir þegar þeir komu aftur upp í skóla. Silja hins vegar veit hvernig maður á að panta því hún fékk réttinn sinn á 2 diskum;)
En best að fara læra smá áður en að ég fer í fótbolta.......