Ríkey

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Hvað er málið með snjóinn í dag. Ég lagði af stað að heiman og ég held að ég hafi bara runnið alla leið í skólann og sem betur fer þurfti ég aldrei að bremsa, það hefði ekki endað vel. En svo seinni partinn var okkur boðið í heimsókn til Samskipa. Byrjuðum á að fara í smá rúnt um svæðið og skrifstofurnar og svoleiðis. En svo endaði þetta í þvílíkri veislu með samlokum, snittum, bjór, hvítvíni og gosi. UHMMMM gott gott og til að toppa þetta allt þá fengum við gjafir þegar við fórum, þennan fína tölvubakpoka. Ef þetta er ekki góður þriðjudagur þá veit ég ekki hvað.