Ríkey

sunnudagur, maí 02, 2004

Hafði bara rólegt kvöld í gærkvöldi. Ég og Óli horfðum á tvo nýja Friends þætti og leigðum okkur svo video. Fórum á videoleigu sem er með ódýrustu verðin í hverfinu en reyndar með mestu hækkunina á stuttum tíma. Óli leigði fyrst spólu þar fyrir kannski 2 mánuðum síðan og þá kostaði spólan 300kr og maður fékk gamla með. Svo fyrir svona 2 vikum kostaði þetta sama 350kr og svo í gær þá var verðið orðið 400kr. Alveg magnað hvað þetta hækkar hratt.
En allavegana þá leigðum við myndina In Amerika. Mæli með þessari mynd því hún er mjög góð. Það eina sem pirraði mig við myndina var textinn. Það var ekki íslenskur texti (sem skiptir nú kannski ekki öllu máli) þannig að við höfðum bara enskan texta á. En textinn var soldið skrítinn, alltaf þegar heyrðist í tónlist þá kom svona texti: [róleg tónlist] eða [maður öskrar] og líka þegar manneskjurnar töluðu þá kom nafnið þeirra alltaf á undan því sem að þær sögðu eins og: [Jhonny]: bla bla bla bla. Svona eins og maður nái ekki að fylgjast með hver er að tala í hvert skipti. Kannski er þetta gert svo að tregt fólk skilji líka textann;) Maður veit ekki.......