Ríkey

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Gleðilegt sumar elskurnar mínar. Já það er sumardagurinn fyrsti í dag. Einungis er þó bara liðnar 15 mínútur af þessum fyrsta degi sumars og já ég er í skólanum. Það er svo gaman að ég er ekki ein hérna, nei hér eru alls 6 stykki brjálaðir verkfræðinemar að rembast við að klára lokaverkefnin sín fyrir klukkan tólf á hádegi. Þetta er nú góð stemming í augnablikinu en stefnir í þreytta og sveitta nótt;)
En skýrslan skrifar sig víst ekki sjálf svo að back to work....
nei hey ég gleymdi að segja frá fótboltamótinu... það var sem sagt síðasti fótboltatíminn hjá okkur stelpunum á þriðjudaginn. Það var því skipt í lið og hvert lið var í búningum og keppt var til verðlauna. Auðvitað vann mitt lið enda þvílíkur hópandi, töpuðum engum leik en gerðum nokkur jafntefli. En hey skýrslan bíður.....