Ríkey

mánudagur, apríl 26, 2004

Allt þetta verkefna vesen er núna búið og bara að bíða eftir að elskulegu prófin byrji.
Fór í grillveislu á föstudagskvöldið og ákvað að vera bara á bíl. Það er mjög langt síðan að ég hef hlegið jafn mikið og þarna. Strákarnir fóru hreinlega á kostum eftir allar þessar rauðvínsflöskur sem þeir drukku. Skutlaði svo strákunum í bæinn og náði þá í Óla, sem gekk kannski ekki alveg beint. Mjög fyndið að sjá það;) Byrjaði svo seint á laugardaginn að læra undir prófin, hélt svo áfram í gær og það verður það eina sem er á dagskránni næstu 3 vikur eða svo. Eftir það tekur við 3 vikna útskriftarferð, þ.a. ef að þið sjáið mig ekkert næstu 6 vikurnar þá er góð ástæða fyrir því;) En varmafræðin og orkuferli bíða mín.........