Ríkey

mánudagur, desember 15, 2003

Jæja síðasta prófvikan er hafin. Bara 4 sólarhringar eftir af þessari geðveiki. Get ekki beðið eftir föstudeginum og svo sunnudeginum, því þá fer ég í klippingu. Þá get ég loksins farið að sýna mig meðal fólks án þess að líta út eins og versti sveitaómagi. Þyrfti reyndar að missa slatta af kílóum því maður gerir ekkert annað en að éta í þessum prófum og þá er hollustan ekkert sérlega mikið í fyrirrúmi.
Svo koma jólin og þá er maður nú ekki að borða hollt heldur blæs maður út vegna hættulega mikils saltmagns í öllum jólamat. Og svo er konfektið svo gott;)
Vonandi eruð þið öll búin að ákveða hvernig jólakort þið ætlið að senda mér, því ég bíð eftir að þeim fari að rigna inn um lúguna núna hvað á hverju. Eða kannski bara inn um emil-lúguna:)
En hafið það gott næstu daga sérstaklega þið sem eruð annaðhvort búin í prófum eða eruð ekkert í prófum og ég heyri í ykkur þegar þessi prófgleði er búin.........