Ríkey

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Vei var að fá fyrstu einkunnina og bara næst hæst í bekknum;) Þetta gerist nú ekki oft. Þetta er einkunnin fyrir verkefnið sem ég var að gera í síðustu viku þannig að það borgaði sig greinilega að vaka í sólarhring, þó að ég mæli ekki með því. Vei er ekkert smá ánægð. Mjög gott að fá svona egóbúst daginn fyrir fyrsta prófið, veitir nú ekki af. En best að fara þá að læra aftur svo að maður verði nú svona ánægður með allar einkunnirnar;)