Það er ömurlegt að vera slappur, maður er ekki veikur og ekki frískur. Vaknaði fyrst klukkan átta í morgun og hausinn á mér var ábyggilega 100kg að þyngd svo að ég svaf bara áfram. Fór svo á fætur og mældi mig en var ekki með hita bara nokkrar kommur og þá er maður víst ekki veikur. Þannig að ég dreif mig í skólann enda er ég búin að skipuleggja myndatöku í hádeginu fyrir allan bekkinn þ.a. maður gat ekki sleppt því að mæta. Held að ég hafi samt skilið heilann eftir heima því ég gleymdi öllu sem ég ætlaði að taka með mér.
Jæja best að fara að æfa sparibrosið fyrir þessa myndatöku:)
Jæja best að fara að æfa sparibrosið fyrir þessa myndatöku:)