Ríkey

þriðjudagur, maí 04, 2004

Haldiði að maður hafi ekki bara verið duglegur í dag. Fór í leikfimi áðan með Katrínu og við klifruðum og hlupum eins og brjálæðingar. En ekkert smá gott að hreyfa sig aðeins áður en maður heldur áfram að sitja á rassinum að læra. Fórum í Þrekhúsið, ég hafði aldrei komið þangað áður. Það var aðeins minna en ég hélt en samt alveg ágætt. Mér fannst samt vera mikið af allskonar skrítnu fólki þar, kannski fannst þeim ég vera skrítin. Maður veit ekki;)
Það er alveg magnað hvað ég get bullað þegar ég er orðin þreytt. Í gær þegar við Óli ætluðum að fara að sofa þá byrjaði ég og mér fannst ég náttúrulega vera alveg óstjórnlega fyndin, þó að Óli hafi ekki alltaf verið alveg sammála mér í því. Svefngalsi og próftími fer ekki alltaf neitt of vel saman.