Ríkey

þriðjudagur, maí 27, 2008

Það er enn til fólk sem hugsar um aðra en sjálfa sig. Við vorum stödd niðri í bæ í kvöld og lögðum bílnum á bílastæði við bæjarins bestu og fórum með nokkrum vinum okkar að borða. Þegar við vorum að klára matinn þá var hringt í Óla og það var löggan. Þá hafði einhver séð þar sem að bíll rakst utan í okkar bíl og keyrði svo í burtu. Viðkomandi náði niður númerinu á bílnum sem keyrði í burtu, hringdi í lögguna og lét hana vita. Við fórum svo út og löggan lét okkur hafa tjónaskýrslu. Löggan fór svo heim til skráðs eiganda bílsins og náði í viðkomandi og kom með hann niður á bílastæðið til okkar. Þá gátum við fyllt út tjónaskýrslu með reyndar mömmu stelpunnar sem rakst utan í okkar bíl. Þannig að þetta endaði vel. Stelpan hafði sem sagt ekki tekið eftir því að hún hafði rekist á okkar bíl. En magnað að fólk sé svona hjálpsamt og hringi í lögguna ef það sér svona gerast. Eitt góðverk á dag kemur skapinu í lag, ekki satt :)