Vá árið að verða búið og ég ekki búin að blogga síðan í júlí eða eitthvað álíka, en er þá ekki kominn tími til að bæta úr því. Ég áttaði mig allt í einu á því að í gær var 1 mánuður til jóla, mér sem fannst vera svo óralangt í jólin. Allt í einu þá finnst mér eins og ég sé að tapa því allir eru að verða búnir að kaupa jólagjafirnar og liggur við að fólk sé búið að skrifa jólakortin og ég veit ekki hvað og hvað. En hvað er ég búin að gera, hummm ekki neitt......... eða jú ég er búin að gera konfekt fyrir jólin. Fór í jólakonfektgerð í vinnunni eitt kvöldið í síðustu viku. Í gærkvöldi smökkuðum við Óli svo herlegheitin og ég held að ég ætli að kaupa kannski nokkra Nóa-konfektmola, bara svona til öryggis;)
En til hvers svo sem að breyta út af vananum og klára jólagjafirnar snemma, þá missir maður af stressinu á Þorláksmessu að eiga eftir að kaupa gjafir, pakka þeim inn og keyra þær út. Það stress er auðvitað ómissandi partur af jólaundirbúningnum:)
En til hvers svo sem að breyta út af vananum og klára jólagjafirnar snemma, þá missir maður af stressinu á Þorláksmessu að eiga eftir að kaupa gjafir, pakka þeim inn og keyra þær út. Það stress er auðvitað ómissandi partur af jólaundirbúningnum:)