Jæja nú er kominn tími til að dusta rykið af þessu bloggi - búið að liggja undir feld nógu lengi. Þó held ég að maður ætti að liggja undir feld aðeins lengur eða þangað til það hættir að snjóa. Já ég er alveg komin með nóg af þessum snjó og þá sérstaklega komin með nóg af því að þurfa að skafa af bílnum á hverjum morgni og svo aftur á kvöldin eftir vinnu. En talandi um bíla ....... það er alveg magnað að koma á bílastæði fyrir utan líkamsræktarstöð og sjá bílum lagt upp á allar gangstéttar sem næst hurðinni að líkamsræktarstöðinni. En hvað ætlar fólk sér að gera þarna annað en að rækta líkamann eða verður þessi ræktun líkams að fara eingöngu fram innan veggja líkamsræktarstöðvarinnar??? því fólk virðist þurfa að leggja eins nálægt inngangnum og hægt er. Fólk leggur svo kolólöglega stað þess að leggja í stæði og þurfa þá að ganga kannski 30 metrum lengra, en hverju munar það ef fólk er hvort eð er að fara jafnvel að hlaupa marga kílómetra á hlaupabretti,........ hummm hef bara soldið verið að velta þessu fyrir mér.
föstudagur, mars 07, 2008
<< Home