Ríkey

miðvikudagur, september 24, 2003

Ég hefði átt að vera aðeins spenntari í gær í að fara í fótbolta. Mætti á svæðið hress og kát, fór svo að hlaupa á eftir fyrsta boltanum og viti menn það gerðist eitthvað og ég tognaði á læri eða eitthvað álíka. Allavegana þá var þetta ógeðslega vont en ég reyndi náttúrulega að halda áfram og láta sem allt væri orðið í lagi. En fór svo í miðjum tíma heim og kældi lærið og leið illa. En þar sem að Kristín vinkona er að læra sjúkraþjálfun þá gaf hún mér nokkur góð ráð og ég fór auðvitað eftir þeim og leið mikið betur í morgun. Maður er samt kannski ekki alveg tilbúinn í maraþonið strax en kannski á morgun;)