Ríkey

föstudagur, október 03, 2003

Föstudagur er besti dagur vikunnar ekki bara af því að þá eru vísindaferðir heldur líka af því að þá eru engin heimadæmi fyrir morgundaginn og Idolið er í kvöld. Idolið er náttúrulega bara til þess að fá mann til að hlæja:) Hefur verið það hingað til. En svo er spurning hvort að maður fái sjá einhverja íslendinga gráta á sviði þegar keppnin byrjar af alvöru. Þá verður þetta kannski eins og þegar ameríkanarnir eru að gráta í sjónvarpinu.
Eins og til dæmis í Bachelor sem ég horfði nú á í gær og hvað er málið að fara að grenja út af öllu. Þessar gellur eru flestar á aldrinum 21-24 og halda allar að þær séu komnar á síðasta söludag og verði því að ná í þennan gaur. Hjá þeim sem tapa þá er þetta náttútulega allt búið.

Er ekki samt málið að fara á OktóberFest í kvöld og reyna að fá smá þýska stemningu beint í æð. Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er þetta snilldar festival á túninu fyrir framan aðalbyggingu háskólans.
Sjáumst vonandi hress og kát þar í kvöld.
Prost = skál ;)