Ríkey

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Ég fékk svo gott að borða í gærkvöldi. Pabbi hans Óla átti 60 ára afmæli og það var svaka veisla heima hjá þeim. Maður rétt slapp úr skólanum, dreif sig heim, hoppaði í fínu fötin, setti upp andlit og hljóp af stað í stuðið. Þegar þangað var komið þá var bara að brosa fallega til allra ættingjanna hans Óla. Svo kom að matnum og uhmmm það var svo góð sjávarréttasúpa og gott brauð og freyðivín. Mér fannst eins og það væri komið jólafrí en svo þurfti maður víst að vakna í morgun og fara aftur í skólann. En það er nú bara gaman að vera í skólanum;)