Ríkey

föstudagur, nóvember 14, 2003

Það er hræðilegt þega maður er vakinn vitlaust á morgnanna. Ég svaf aðeins yfir mig í morgun en þá ætlaði hann Óli sko ekki að láta mig sofa mínútunni lengur og fór að reyna að koma mér fram úr. Ég var ekki sérlega kát og bað hann að hætta en nei hann var hress og kátur í morgun (yfirleitt er þetta öfugt) og missionið var að koma mér á fætur. Síðan eftir mjög úrillar rökræður af hverju ég mætti kúra aðeins lengur þá fór hann í skólann. Nema á leiðinni út mætir hann mömmu og hvað haldiði jú auðvitað sigar hann henni á mig og ekki var það til að bæta skapið. Sem betur fer varð enginn á vegi mínum næstu mínúturnar eftir að ég dröslaðist fram úr því ég hefði getað ráðið við mannígt naut hefði það verið frammi á gangi þegar þangað kom.
En svo kom ég í skólann og þá batnaði nú skapið því þá var ég komin á minn vanalega stað. Þegar kennarinn byrjaði að kenna þá sá ég eftir því að hafa komið í þennan leiðinlega tíma. Ég held að dagurinn geti nú bara orðið betri úr þessu, vona það að minnsta kosti. Er allavegana að fara á tónleika í kvöld, VEI;)
Þið sem eruð að fara á fáránleikana góða skemmtun, þið hin..... látið ykkur ekki leiðast