Ríkey

mánudagur, mars 29, 2004

Helgin leið ekkert smá fljótt en eldamennskan á föstudaginn gekk ótrúlega vel, fyrir utan að um leið og við vorum búin að borða haldiði að maður hafi ekki bara sofnað. Ótrúlega skemmtilegur félagasskapur;)
En hvað er með snjóinn, hélt að það væri að koma vor en nei veturinn er ekki búinn. Fór í afmæli og annað partý á laugardagskvöldið og svo bara heim að sofa, ekkert smá stillt bara á bíl.

Fór í dag í Kvennó til að kynna verkfræðina og við vorum 5 að kynna en það komu bara 4 stelpur til að hlusta, þvílík mæting. Verða væntanlega ekki margir kvennaskólanemar næsta vetur í verkfræðinni. En mér fannst alveg ótrúlegt að sögukennarinn minn þekkti mig þó svo að það séu komin 4 eða 5 ár síðan hann kenndi mér. Svona er maður greinilega eftirminnilegur nemandi eða að ég hafi verið svona erfið:)