Ríkey

fimmtudagur, maí 06, 2004

Fór fram úr í morgun hálf sofandi, eins og svo oft áður, og fór í sturtu sem er nú svo sem ekki í frásögur færandi. Ég var greinilega ekki betur vakandi en það að þegar ég opnaði sturtuklefann (eftir að ég var búin að skrúfa fyrir vatnið) til að ná í handklæðið mitt þá sé ég bara hvar vatnið byrjar að flæða í stríðum straumum út úr sturtunni. Ég hafði yfirfyllt sturtubotninn og þegar ég opnaði þá fékk vatnið loks frelsi og ég mátti hafa mig alla við að ná í handklæði úr skápnum til þess að henda á gólfið og þurrka það svo allt sem var inni á baðinu myndi ekki blotna. Þannig að ég endaði bara á því að skúra allt gólfið liggur við, enda ekkert meira hressandi svona á morgnanna en að skella sér í skúringar. Núna skil ég hvernig Óla tókst þetta um daginn þó svo að honum hafi reyndar tekist að búa til stöðuvatn á baðherbergisgólfinu. Mæli sem sagt ekki með því að fara í sturtu sofandi;)

Afmælisbarn dagsins er Hlín..... Til hamingju með daginn Hlín:)