Ríkey

miðvikudagur, október 06, 2004

Loksins komst eg a netid, en er samt bara i skolanum. Tessi sidasta vika er buin ad lida alveg alltof hratt. Vid erum ad rembast vid ad fa okkur net heima tannig ad tegar tad verdur komid ta verdur tessi sida vonandi adeins meira lifandi:)
En tad sem er helst ad fretta er ad eg er buin ad vera med kvef og halsbolgu, ekki svo gaman en er ad batna. Forum sidasta föstudag i Beach-party, to ekki i bikininum okkar eins og sumir gerdu (einhverjar utlenskar ofurskutlur). A laugardaginn tokum vid svo til hendinni og settum saman stofuskapana okkar. Tad gekk nu alveg otrulega vel tratt fyrir sma tynnku og engar leidbeiningar med skapunum. Held samt ad nagrönnum okkar a nedri haedinni hafi ekki verid jafn skemmt. En ibudin er öll ad koma til og alveg ad verda kosi. Forum svo a laugardagskvöldid til Wernersberg og gistum tar, tvi daginn eftir hjalpudum vid Fam. Burkard a markadi, selja bratwurst og annad godgaeti. Eftir markadinn tok svo vid kvöl og pina. 63 kiloin okkar sem vid sendum i posti voru komin og vid turftum ad koma teim til Karlsruhe. Ekki nog med tessi kilo heldur var baettist bara vid, vid fengum potta og ymislegt fleira til ad taka med okkur heim. Held ad vid höfum verid ad dröslast med rumlega 70 kilo og vid forum med lest. Ekki bara einni heldur 2 og tegar vid turftum ad skipta ta var tad nidur stiga og svo aftur upp til ad komast a rettan brautarpall. En god aefing fyrir upphandleggsvödvana;) Held samt ad ferdataskan min hafi nad limitinu med hversu mikid er haegt ad hafa i henni, baedi rummalslega og kilolega sed.
I gaer var svo geggjad vedur herna og vid forum i picknic ut i hallagardinn eftir tyskunamskeidid. Tad var mjög notalegt ad liggja tarna eins og skata i ca.27° hita:) En tetta var bara dagurinn i gaer, nuna er farid ad rigna enn aftur. Vid Hafrun akvadum tvi ad gerast adeins meiri Tjodverjar og keyptum okkur regnhlifar adan. Tannig ad nuna getum vid baest i hop teirra sem eru samborugurum sinum haettulegir og reyna ad pota augun ur öllum sem teir maeta. Fyndnast er samt ad sja folk a hjoli med regnhlif.
I kvöld er sidan buid ad bjoda okkur i mat og svo franska osta i eftirrett. Veit ekki alveg hvernig tessir ostar verda en gott medan madur tarf ekki ad elda sjalfur;)
En best ad fara og reyna ad redda tessu neti svo madur geti farid ad eiga i venjulegum samskiptum vid umheiminn. En tar til naest.......