Ríkey

miðvikudagur, september 08, 2004

Ég varð ekki sérlega glöð í gær þegar ég las tölvupóstinn minn. Þar beið mín meil sem sagði mér það að við Hafrún fengjum ekki íbúðina sem við vorum samt næstum komnar með. Frekar fúlt. Þannig að núna er ég búin að sitja fyrir framan tölvuna og hefja íbúðaleitina upp á nýtt. Ekki það skemmtilegasta sem ég veit um. Þannig að ef að þú átt eða veist um íbúð í Karlsruhe þá endilega láttu mig vita.
Annars er ekkert að frétta nema rigning og rok í vinnunni. En bara 3 dagar eftir og þá getur undirbúningurinn fyrir ferðina hafist. Verður líklega soldið stress í næstu viku en það verður bara gaman. Ohhh var að svara símanum og það var uppáhaldssímtalið mitt eða þannig, símasölumaður. Þoli ekki þegar verið er að hringja í mann og reyna að troða upp á mann einhverju sem mann langar ekkert í. Er samt alltaf svo kurteis að ég leyfi fólki að röfla út í eitt og svo loks kem ég að einu saklausu nei takk hef ekki áhuga. Þá verður fólk yfirleitt fúlt út í mann fyrir að vilja ekki styrkja sig og sín samtök. Maður getur ekki styrkt alla, einfalt mál. Í augnablikinu þá er ég bara í því að styrkja sjálfa mig til utanlandsfarar og það er meira en nóg í bili. Mér finnst það nú líka vera alveg nokkuð góður málstaður:)