Ríkey

mánudagur, júní 27, 2005

Hitinn heldur áfram hérna í KA. Ég verð nú að viðurkenna að mér líkar vel við þetta góða veður en líkar samt betur þegar ég get slappað af og gert eitthvað skemmtilegt. Það er ekki svo auðvelt að einbeita sér að lærdómnum í þessu hita, sérstaklega þar sem að heilinn virkar helmingi hægar:) En vona að þetta haldi bara áfram.......

Síðasta föstudag var okkur boðið á Midsommerfest hjá Svíunum sem eru hérna. Þetta er víst einhver hátíð sem þau halda í Svíþjóð. Það var síld og Ákavíti á boðstólnum, verð að viðurkenna að mér fannst frekar skrítið að borða síld með hrökkbrauði en það gera svíarnir víst. Svo fengum við köku og fórum svo í leiki. Að lokum var dansað og sungið í kringum einhverja stöng sem búið var að vefja blómum utan um. Gaman að kynnast einhverju nýju. Eftir allt þetta þá var loksins grillað. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld fyrir utan það hvað flugurnar voru ótrúlega hrifnar af mér svona rétt eins og venjulega og ég kom öll útbitin heim, Vei.........