Enn ein vikan að fljúga frá manni, alveg magnað hvað þessir dagar virðast vera að drífa sig áfram. En ég er mjög ánægð með sólina sem hefur skinið skært hér síðustu daga. Reyndar er ég ekki jafn ánægð með flugurnar og skordýrin sem fylgja þessu góða veðri. Nokkur af þessum skemmtilegu dýrum ákváðu að gæða sér aðeins á mér og er ég að rembast við að klóra mér ekki í bitin, ekki það einfaldasta sem ég veit um.
Í gær fórum við í hjólatúr út að Rín þar sem að það er svona baðgarður, þ.e. kaldar sundlaugar og gras fletir til að liggja í sólbaði. Lágum þar eins og skötur og bökuðum okkur í sólinni því það var frí í skólanum vegna einhvers Kaþólks frídags. Get nú samt ekki sagt að árangurinn hafi verið mikill, einungis örfáar freknur. Sit svo inni núna í góða veðrinu og rembist við að klára fyrirlestur sem ég á að halda. Er reyndar að fara í ísgöngutúr á eftir þannig að maður hefur eitthvað til að hlakka til;)
En verð nú að segja aðeins frá íþróttaviðburði vikunnar, er reyndar ekki neitt fyrir viðkvæma;) Á miðvikudaginn þá var haldið árlegt bjórkassahlaup og auðvitað tókum við þátt. En hlaupið fer þannig fram að einungis 2 mega vera saman í liði nema ef liðsmenn eru eingöngu stelpur þá máttu 3 vera saman í liði. Hlaupa/ganga þurfti 5 km leið með bjórkassa (24 flöskur, 33 cl) og drekka allan bjórinn áður en komið var í mark. Hvert lið þurfti að hafa nafn og vera í búning. Tvö Íslensk lið tóku þátt, en það voru Gærunar (Bjargey, Hafrún og ég) og Team Jón (Jón Atli og Jón Geir). Reyndar tókst strákunum að sigra okkur en við vorum samt fyrsta stelpuliðið til að koma í mark. Fannst okkur það alveg glæstur árangur, því þetta er ekki jafn auðvelt og maður heldur belive me:) En þetta var nú samt hin besta skemmtun og dagurinn eftir var mjög góður þar sem að við fórum beint heim eftir hlaupið og sofnuðum snemma. Já maður þurfti nú að prófa að taka þátt í svona vitleysu þar sem maður býr nú einu sinni í bjórlandinu mikla.
En best að drífa sig að halda áfram að læra svo ég geti farið út og keypt mér ís á eftir með góðri samvisku;)
Bæjó spæjó
Ísætan
Í gær fórum við í hjólatúr út að Rín þar sem að það er svona baðgarður, þ.e. kaldar sundlaugar og gras fletir til að liggja í sólbaði. Lágum þar eins og skötur og bökuðum okkur í sólinni því það var frí í skólanum vegna einhvers Kaþólks frídags. Get nú samt ekki sagt að árangurinn hafi verið mikill, einungis örfáar freknur. Sit svo inni núna í góða veðrinu og rembist við að klára fyrirlestur sem ég á að halda. Er reyndar að fara í ísgöngutúr á eftir þannig að maður hefur eitthvað til að hlakka til;)
En verð nú að segja aðeins frá íþróttaviðburði vikunnar, er reyndar ekki neitt fyrir viðkvæma;) Á miðvikudaginn þá var haldið árlegt bjórkassahlaup og auðvitað tókum við þátt. En hlaupið fer þannig fram að einungis 2 mega vera saman í liði nema ef liðsmenn eru eingöngu stelpur þá máttu 3 vera saman í liði. Hlaupa/ganga þurfti 5 km leið með bjórkassa (24 flöskur, 33 cl) og drekka allan bjórinn áður en komið var í mark. Hvert lið þurfti að hafa nafn og vera í búning. Tvö Íslensk lið tóku þátt, en það voru Gærunar (Bjargey, Hafrún og ég) og Team Jón (Jón Atli og Jón Geir). Reyndar tókst strákunum að sigra okkur en við vorum samt fyrsta stelpuliðið til að koma í mark. Fannst okkur það alveg glæstur árangur, því þetta er ekki jafn auðvelt og maður heldur belive me:) En þetta var nú samt hin besta skemmtun og dagurinn eftir var mjög góður þar sem að við fórum beint heim eftir hlaupið og sofnuðum snemma. Já maður þurfti nú að prófa að taka þátt í svona vitleysu þar sem maður býr nú einu sinni í bjórlandinu mikla.
En best að drífa sig að halda áfram að læra svo ég geti farið út og keypt mér ís á eftir með góðri samvisku;)
Bæjó spæjó
Ísætan