Ríkey

miðvikudagur, júní 15, 2005

Þá er maður kominn heim eftir góða helgi í Köln, er reyndar löngu komin heim:)
Fórum síðasta föstudag til Köln og gistum þar alla helgina. Skoðuðum okkur um í miðbænum, kíktum örstutt í búðir (með misgóðum árangri) og fórum svo á eitt safn. Já þetta var sko menningarleg ferð;) Held að ég verði að kjósa þetta skemmtilegasta safn sem ég hef komið inn á, þetta var nebbla súkkulaðisafn. Já þetta er safn frá einhverri súkkulaðiverksmiðju og þarna var sagt frá sögu súkkulaðiframleiðslunnar og framleiðslulínan sýnd. Svo var rúsínan í pylsuendanum, maður fékk að smakka á súkkulaðinu, uhmmmmm:)
Enduðum síðan í súkkulaðibúð við útganginn á safninu þar sem Óli keypti Chili-súkkulaði, salt-súkkulaði og ýmislegt fleira.
Á sunnudeginum fórum við síðan til Gelsenkirchen þar sem tónleikarnir voru. Þeir voru haldnir á risastórum leikvangi og við vorum svo heppin að við fengum sæti lengst upp í rjáfri þannig að við sáum Bono og félaga ekki kannski alveg nógu vel. En tónleikarnir voru alveg FRÁBÆRIR...... það var alveg geggjuð stemming og mér fannst bara alveg æði að sjá U2 loksins live á sviði. Þetta eru tónleikar sem gleymast seint.
Komum svo til baka til KA á mánudaginn og ég og Óli eyddum restinni af deginum og kvöldinu í afslöppun og át. Óli fór svo heim í gær en í gær voru einmitt 12 vikur þangað til að ég kem heim, úff sem þýðir bara mikið að gera framundan:) Þannig að best að snúa sér að lærdómnum aftur, er nebbla að fara að halda fyrirlestur á föstudaginn og eins gott að vera vel undirbúin því í tímanum í gær þá var einn strákurinn að halda fyrirlestur og hann fraus alveg upp á töflu. Hann náði varla andanum, ruglaði öllum blöðunum og glærunum sínum saman og vissi aldrei hvað hann ætlaði að segja næst greyið. Þannig að best að setjast fyrir framan spegilinn og æfa sig að lesa fyrirlesturinn upphátt:)