Ríkey

þriðjudagur, júní 07, 2005

Leit í spegil um daginn og sá að það var komið allt of langt síðan að ég hef farið í klippingu. Ákvað að vera huguð og fara í klippingu hérna í þýskalandi. Hef gert það einu sinni áður (þegar ég var skiptinemi ´96-´97) og þá var útkoman eins og ég væri leikkona í Bold and the Beautiful. Pantaði núna tíma á stofu þar sem Hafrún var búin að fara 2 sinnum og var ánægð í bæði skiptin. Kom þangað á alveg réttum tíma, meira að segja nokkrum mínutum fyrr (veit að það trúa því ekki allir,hehe:)) . Fann mér nokkur þýsk slúðurblöð (eina sem var í boði) og settist svo í stólinn. Fékk svo þennan fína kaffibolla og byrjaði svo að lesa um allt fræga fólkið. Þegar búið var svo að setja lit/strípur í hárið og klippa pínu lítið þá fékk ég þetta þvílíkt góða höfuð og herðanudd, akkúrat það sem mig vantaði. Þetta var ekkert smá þægilegt, ég var næstum sofnuð;)
En svo var hárið á mér blásið og gert fínt og að lokum fékk ég smá kinnalit og varagloss, var sem sagt alveg þvílík pæja. Fannst þetta samt voða fyndin þjónusta. En sem sagt komst að því að það eru til klippistofur í Þýskalandi sem er óhætt að fara á. Þó að þetta hafi reyndar ekki verið sú ódýrasta klipping sem ég hef farið í en þá verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei fengið jafn mikla þjónustu áður. Get allavegana mætt fín og sæt út á flugvöll að sækja Óla á morgun:)