Ríkey

mánudagur, desember 12, 2005

Það eru frekar dimmir dagar núna en samt bara úti, ég er eitt sólskinsbros:) Já fín helgi að baki, hún byrjaði kannski ekkert allt of vel. Ég fór í próf á föstudaginn og ég held að ég hafi aldrei verið jafn stressuð fyrir próf áður og þar af leiðandi fannst mér að mér hefði ekki gengið neitt allt of vel. Á laugardaginn fór ég síðan í brunch til frænku minnar og át auðvitað gjörsamlega yfir mig og var varla búin að ná mér eftir það þegar það var kominn tími til að halda í næsta boð. Okkur Óla var nebbla boðið í jólahlaðborð í vinnunni hans. Þar borðaði maður ekkert minna og uhmmm það var svo góður maturinn. Svo var aðeins kíkt á djammið eftir allt átið. Sunnudagurinn var mjög góður þar sem að við ákváðum að gera akkúrat ekki neitt:) Þannig að ég gat mætt vel úthvíld í skólann í morgun til þess að byrja að læra undir síðasta prófið þetta árið. Ætli það sé þá ekki líka best að halda áfram svo manni verði nú eitthvað úr verki.