Ríkey

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Það er alltaf gott veður í kjallaranum í Fjarðarselinu. Þar ríkir hitabeltisloftslag enda búa þar tvö hitabelitsdýr. Það skiptir ekki máli hvernig veður er úti því þegar maður kíkir út um eldhúsgluggann þá sér maður bara nokkur tré sem eru fyrir utan en ekkert hvernig veðrið er. Þannig að í morgun fór ég út með enga húfu og það var rok og snjófjúk þannig að það var ekki svo góð hugmynd að sleppa húfunni en þegar ég hafði litið út um gluggann rétt áður en ég fór út hélt ég að það væri bara ágætis veður úti. Svo beið ég eftir strætó í rokinu þar sem að búið var að skemma strætóskýlið þá blæs soldið inn í það en mér var samt ekki jafn kalt og grey stelpan sem var við hliðina á mér, maður sá hana skjálfa. En svo kom strætó og þar inni var held ég hitabeltisstormur, það var allt of heitt í strætó. Það er allt í lagi að hafa miðstöðina í gangi en ekki að hafa hana í botni allan tímann. Það mætti halda að það sé soldið erfitt að gera mér til geðs, hehe;)