Ríkey

föstudagur, nóvember 25, 2005

Jább þessi vika bara horfin enda búið að vera nóg að gera. Ég er nebbla að fara í próf á morgun, fyrsta lokaprófið þetta árið. Það markverðasta, fyrir utan skólann, þessa vikuna var að ég fór til augnlæknis því ég var farin að taka eftir því hvað sjónin hefur versnað. Stend alltaf og bíð eftir strætó og sé svo á síðustu stundu númer hvað hann er og þá annað hvort hoppa ég aftur inn í strætóskýlið eða hoppa út á gangstéttarbrúnina í von um að vagnstjórinn stoppi. Líka soldið pirrandi að sitja í tímum og sjá ekkert, sérstaklega þegar manneskjan við hliðina á mér spyr hvað standi á töflunni og ég pýri augun og sé samt ekki neitt, þá er alltaf sagt: " já en þú ert með gleraugu" eins og það sé eitthvað sjálfsagt að maður sjái allt þótt að maður sé með gleraugu;) En allavegana þá heldur sjónin alltaf áfram versna og ég vona nú samt að ég endi ekki svona:



















Góða helgi:)