Ríkey

föstudagur, nóvember 04, 2005

Ég er ekki horfin af yfirborði jarðar þó svo að það hafi ekki heyrst í mér lengi. En ég hef verið very busy undanfarið og aðallega þó við að skemmta mér;) Það byrjaði á þriðjudaginn í síðustu viku að þá fór ég í flugi til Egilstaða ásamt nokkrum öðrum úr skólanum en við fórum með einu námskeiðinu sem við erum í. Þar beið okkar rúta sem flutti okkur svo upp á Kárahnjúka til að skoða allar framkvæmdirnar þar. Þetta eru engar smá framkvæmdir og þvílíkt magnað að sjá þetta allt saman. Eftir að hafa skoðað nánast hvern krók og kima þarna í snjónum þá var haldið niður á Reyðarfjörð þar sem að Alcoa tók á móti okkur og sagði okkur frá álverinu sínu sem þeir eru að byggja. Eftir þann fyrirlestur þá vildi rútubílstjórinn endilega sýna okkur nýju göngin þeirra Austfirðinga og við keyrðum í gegnum þau og aftur til baka svo (í gegnum þau aftur sem sagt). Tókum svo kvöldvélina aftur til Reykjavíkur.
Á fimmtudeginum var svo komið að því að fara aftur í fluvél en þá var ferðinni heitið aðeins lengra eða alla leið til Barcelona. Þetta var árshátíðarferð með vinnunni hans Óla. Við vorum þar frá fimmtudegi til mánudags. Veðrið var mjög gott allan tímann, um 20-25°C hiti sem var mjög notalegt. Við skoðuðum borgina og kíktum örstutt í búðir en verslunaræðið greip fólk af mismiklum krafti:) Á laugardeginum hittum við svo Sóley en ég hef ekki séð hana í nokkur ár held ég. Hún sagði okkur allt um spánverjana og hvað þeir eru slow sem sannaðist á sunnudeginum þegar ég reyndi að senda henni sms en hún fékk það ekki fyrr en í gær, 4 dögum síðar;)
Á sunnudeginum fórum við svo á fótboltaleik á stærsta leikvangi í Evrópu, Camp Nou. Þó svo að ég sé nú ekki mesta fótboltafan sem til er þá fannst mér mjög gaman á leiknum. Þetta er svo risastór völlur og það voru 81050 manns á leiknum og það var ekki uppselt enda tekur þessi leikvangur um 100þús. manns. Alveg magnað mannvirki því það er svo mikið niðurgrafið að það virðist ekki vera nærri því svona stórt utan frá séð.
En svo tók bara alvara lífsins við á mánudeginum og Ísland tók á móti okkur hvítt og fallegt og alveg skít kalt:) En það er nú alltaf gott að koma heim og hitta alla kurteisu Íslendingana sem búa hérna því mér fannst spánverjar vera frekir eða svona flestir allavegana.

Í tilefni þess að það er föstudagur þá ætla ég að setja þetta inn:

Hversu marga í þínu stjörnumerki þarf til að skipta um ljósaperu?

HRÚTUR : Bara einn. Viltu gera mál úr því eða ?

NAUT: Einn, en reyndu að koma nautinu í skilning um að sprungna peran sé ónýt og að það sé best að skipta um hana og að það eigi síðan að henda henni.

TVÍBURI: Tveir, en þeir skipta aldrei um peruna– þeir ræða í sífellu um hver á að skipta um hana, hvernig er best að skipta um hana og af hverju þarf að skipta um peruna !

KRABBI: Bara einn. En það tekur geðlækni þrjú ár að hjálpa krabbanum að komast yfir áfallið og í gegnum sorgarferlið.

LJÓN: Ljón skipta ekki um ljósaperur, en fá stundum umboðsmennina þeirra, Meyjur, til þess að gera það fyrir þau á meðan þau eru úti.

MEYJA: Um það bil 1.000.000 með skekkjumörkunum +/- ein milljón.

VOG: Humm, tvær. Eða kannski eina. Nei, annars höfum það tvær. Ef þér er sama ?

SPORÐDREKI: Þessar upplýsingar eru algert leyndarmál og einungis deilt með þeim Upplýstu í Stjörnusal hinnar Eldgömlu Reglu.

BOGAMAÐUR: Sólin skín, dagurinn er ungur, allt lífið er framundan og þú ert inni, með áhyggjur af einhverri eldgamalli sprunginni peru ?

STEINGEIT: Ég eyði ekki tíma mínum í þessa barnalegu brandara.

VATNSBERI: Sko, þú þarft að minnast þess að allt í umhverfi okkar er hrein orka svo að…..

FISKAR: Ljósaperu? Hvaða ljósaperu?


Góða helgi, gangið hægt um gleðinnar dyr og gerið ekkert sem ég myndi ekki gera.........muahahahahaaaaaa;)