Ríkey

þriðjudagur, júní 17, 2008

Gleðilega þjóðhátíð .....

Skrapp í bæinn og kíkti á 17.júní hátíðarhöldin. Alveg magnað að fylgjast með fólkinu, það var öll flóran af fatnaði í gangi. Það var enginn eins klæddur og sumir voru eins og þær hefðu verið að taka þátt í furðufatakeppni. En gaman að kíkja í bæinn á þjóðhátíðardaginn og vera ekki að skjálfa úr kulda allan tímann heldur var þvílíkt gott veður - man bara varla eftir öðru eins veðri á þessum degi hér í höfuðborginni. Notaði góða veðrið í morgun einmitt til útiveru og skrapp upp á Mósakarðshnúk (við Esjuna). Hélt að þetta væri bara þægileg ganga en þetta tók soldið í þar sem að þetta er frekar bratt og svo efst þá áttum við fullt í fangi með að halda okkur á fjallinu en fjúka ekki af því. Þvílíkt rok sem var þarna efst, en útsýnið var rosalegt í allar áttir en við nutum þess aðeins í örskamma stund út af rokinu. Fínt að byrja þjóðhátíðardaginn á fjallgöngu. Fór svo út í garð í sólbað þegar ég kom heim, vildi að maður gerði þetta oftar;)